Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 07:03 Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, ræðir við fyrirliðann Bruno Fernandes í leikmannagöngunum á Old Trafford. Getty/Jan Kruger Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir það út í hött að halda því fram að liðið hans geti orðið enskur meistari á næstu leiktíð. Amorim gekk svo langt að það væri klikkun að halda slíku fram. Manchester United hefur ekki orðið enskur meistari í tólf ár en mætir um helgina Manchester City sem hefur unnið sex meistaratitla á síðustu sjö árum. „Við erum að gera fullt af hlutum, setja inn ákveðin gildi og stundum þurfum við að skipta út leikmönnum til að aðlagast betur þessum nýju gildum okkar,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn við City um helgina. Manchester United er 36 stigum á eftir toppliði Liverpool. „Ég veit vel að það er erfitt að ná þessu á aðeins einu ári. Ég er ekki að segja að við vinnum titilinn á næsta tímabili. Ég er ekki það klikkaður,“ sagði Amorim. „Við erum að þjást mikið þessa dagana til þess að gera orðið miklu betri á næsta ári. Það er okkar markmið,“ sagði Amorim. United hefur sett sér það markmið að vinna aftur enska meistaratitilinn á tímabilinu 2027-28 eða eftir þrjú ár. Amorim talaði um að það sé samt vissulega pressa á honum að ná árangri sem fyrst. „Ég veit að við verðum ekki eitt af aðalliðunum í titilbaráttunni á næstu tveimur árum. Ég veit að við þurfum að gera það mikið. Við erum samt að flýta okkur. Ég vil ekki að það taki okkur mörg ár að verða samkeppnishæfir. Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Amorim. „Við erum á þeim stað í dag að það þarf mikið til að ná liðum eins og Manchester City. City mun líka verða betra lið á næstu leiktíð,“ sagði Amorim. „Ég reyni bara að einblína á okkar styrkleika og reyna svo að nota okkar félag til að ná í einn eða tvo stóra leikmenn. Stundum hef ég samt aðra skoðun á því en þið hvað sé stór leikmaður,“ sagði Amorim. "I'm not saying we’re going to win the title in the next year, I’m not crazy" ❌Ruben Amorim says he is in a rush to improve and challenge for Premier League titles at Manchester United 🏆 pic.twitter.com/cZQuLw9Tx5— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Amorim gekk svo langt að það væri klikkun að halda slíku fram. Manchester United hefur ekki orðið enskur meistari í tólf ár en mætir um helgina Manchester City sem hefur unnið sex meistaratitla á síðustu sjö árum. „Við erum að gera fullt af hlutum, setja inn ákveðin gildi og stundum þurfum við að skipta út leikmönnum til að aðlagast betur þessum nýju gildum okkar,“ sagði Ruben Amorim á blaðamannafundi fyrir leikinn við City um helgina. Manchester United er 36 stigum á eftir toppliði Liverpool. „Ég veit vel að það er erfitt að ná þessu á aðeins einu ári. Ég er ekki að segja að við vinnum titilinn á næsta tímabili. Ég er ekki það klikkaður,“ sagði Amorim. „Við erum að þjást mikið þessa dagana til þess að gera orðið miklu betri á næsta ári. Það er okkar markmið,“ sagði Amorim. United hefur sett sér það markmið að vinna aftur enska meistaratitilinn á tímabilinu 2027-28 eða eftir þrjú ár. Amorim talaði um að það sé samt vissulega pressa á honum að ná árangri sem fyrst. „Ég veit að við verðum ekki eitt af aðalliðunum í titilbaráttunni á næstu tveimur árum. Ég veit að við þurfum að gera það mikið. Við erum samt að flýta okkur. Ég vil ekki að það taki okkur mörg ár að verða samkeppnishæfir. Ég get ekki hugsað mér það,“ sagði Amorim. „Við erum á þeim stað í dag að það þarf mikið til að ná liðum eins og Manchester City. City mun líka verða betra lið á næstu leiktíð,“ sagði Amorim. „Ég reyni bara að einblína á okkar styrkleika og reyna svo að nota okkar félag til að ná í einn eða tvo stóra leikmenn. Stundum hef ég samt aðra skoðun á því en þið hvað sé stór leikmaður,“ sagði Amorim. "I'm not saying we’re going to win the title in the next year, I’m not crazy" ❌Ruben Amorim says he is in a rush to improve and challenge for Premier League titles at Manchester United 🏆 pic.twitter.com/cZQuLw9Tx5— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira