Saka Pútín um að draga lappirnar Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2025 09:56 David Lammy og Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands. AP/Geert Vanden Wijngaert Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé. Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Að minnsta kosti fimm létu lífið og 32 særðust þegar rússneskur sjálfsprengidróni lenti á fjölbýlishúsi í Karkív í gærkvöldi. „Við sjáum þig“ Utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, þeir David Lammy og Jean-Noel Barrot, lýstu því yfir við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í morgun að Pútín væri að draga viðræður á langinn. Í millitíðinni héldi Pútín áfram að varpa sprengjum á óbreytta borgara í Úkraínu og orkuinnviði. „Við sjáum þig Vladimír Pútín. Við vitum hvað þú ert að gera,“ sagði Lammy. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Barrot sló á svipaða strengi og benti á að Úkraínumenn hefðu samþykkt vopnahlésskilmála Bandaríkjamanna fyrir nokkru síðan og að Rússar skulduðu Trump svör. „Rússar fara þvers og kruss, halda áfram árásum á orkuinnviði, halda áfram stríðsglæpum sínum. Það þarf já, það þarf nei. Það þarf skjót svör,“ sagði Barrot. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Utanríkisráðherrarnir hétu einnig að halda áfram stuðningi við Úkraínu og aðstoð við að byggja upp herafla ríkisins. Það er talið besta öryggistrygging Úkraínu sem er í boði, þar sem Trump hefur tekið aðild að NATO af borðinu. Erindreki Pútíns vill tíma Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, var staddur í Bandaríkjunum í gær þar sem hann ræddi við erindreka Trump. Eftir fundinn sagði hann að frekari funda væri þörf til að leysa ýmis ágreiningsefni. Hann sagði viðræðurnar vera jákvæðar og uppbyggilegar en að þær myndu taka tíma. Þá kvartaði hann yfir meintri skipulagðri herferð sem ætlað væri að skemma samband Rússlands og Bandaríkjanna. Reuters hefur eftir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að tal Pútíns um friðarviðræður væru innantóm orð. Forsetinn rússneski væri að vinna sér inn tíma með því að breyta kröfum sínum og leggja fram nýjar kröfur. Trú ráðamanna í Evrópu á það að ríkisstjórn Trumps geti stillt til friðar til langs tíma hefur dregist verulega saman á undanförnum vikum, frá því Trump tók við embætti. Síðan þá hefur hann lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Trump hefur einnig ítrekað talað máli Rússa og Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og hafa Bandaríkjamenn heilt yfir beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi. Á sama tíma hafa Trump og erindrekar hans talað fyrir því að fella niður refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, í skiptum fyrir lítið sem ekki neitt. Bretland Frakkland Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Hernaður Þýskaland Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Rússar hafa hafnað tillögu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um almennt þrjátíu daga vopnahlé. Seinna meir gerði Pútín samkomulag við Bandaríkjamenn um vopnahlé á Svartahafi, í skiptum fyrir niðurfellingu refsiaðgerða og aðgang að mörkuðum heimsins fyrir landbúnaðarvörur, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Þetta samkomulag á að fela í sér að Rússar geri ekki árásir á orkuinnviði Úkraínu og Úkraínumenn hafa samþykkt að hætta árásum á orkuinnviði í Rússlandi og hernaðarskotmörk á Svartahafi. Rússneskum sprengjum hefur þó áfram rignt yfir Úkraínu og meðal annars á orkuver og aðra orkuinnviði. Að minnsta kosti fimm létu lífið og 32 særðust þegar rússneskur sjálfsprengidróni lenti á fjölbýlishúsi í Karkív í gærkvöldi. „Við sjáum þig“ Utanríkisráðherra Bretlands og Frakklands, þeir David Lammy og Jean-Noel Barrot, lýstu því yfir við blaðamenn í höfuðstöðvum NATO í morgun að Pútín væri að draga viðræður á langinn. Í millitíðinni héldi Pútín áfram að varpa sprengjum á óbreytta borgara í Úkraínu og orkuinnviði. „Við sjáum þig Vladimír Pútín. Við vitum hvað þú ert að gera,“ sagði Lammy. Sjá einnig: Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Barrot sló á svipaða strengi og benti á að Úkraínumenn hefðu samþykkt vopnahlésskilmála Bandaríkjamanna fyrir nokkru síðan og að Rússar skulduðu Trump svör. „Rússar fara þvers og kruss, halda áfram árásum á orkuinnviði, halda áfram stríðsglæpum sínum. Það þarf já, það þarf nei. Það þarf skjót svör,“ sagði Barrot. Sjá einnig: Trump „mjög reiður“ út í Pútín Utanríkisráðherrarnir hétu einnig að halda áfram stuðningi við Úkraínu og aðstoð við að byggja upp herafla ríkisins. Það er talið besta öryggistrygging Úkraínu sem er í boði, þar sem Trump hefur tekið aðild að NATO af borðinu. Erindreki Pútíns vill tíma Kirill Dmitriev, sérstakur erindreki Pútíns, var staddur í Bandaríkjunum í gær þar sem hann ræddi við erindreka Trump. Eftir fundinn sagði hann að frekari funda væri þörf til að leysa ýmis ágreiningsefni. Hann sagði viðræðurnar vera jákvæðar og uppbyggilegar en að þær myndu taka tíma. Þá kvartaði hann yfir meintri skipulagðri herferð sem ætlað væri að skemma samband Rússlands og Bandaríkjanna. Reuters hefur eftir Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, að tal Pútíns um friðarviðræður væru innantóm orð. Forsetinn rússneski væri að vinna sér inn tíma með því að breyta kröfum sínum og leggja fram nýjar kröfur. Trú ráðamanna í Evrópu á það að ríkisstjórn Trumps geti stillt til friðar til langs tíma hefur dregist verulega saman á undanförnum vikum, frá því Trump tók við embætti. Síðan þá hefur hann lagt mikla áherslu á að Úkraínumenn greiði Bandaríkjunum á einhvern hátt fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið. Trump hefur einnig ítrekað talað máli Rússa og Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, og hafa Bandaríkjamenn heilt yfir beitt Úkraínumenn miklum þrýstingi. Á sama tíma hafa Trump og erindrekar hans talað fyrir því að fella niður refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússum, í skiptum fyrir lítið sem ekki neitt.
Bretland Frakkland Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Donald Trump NATO Hernaður Þýskaland Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira