Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2025 14:33 F-35B herþota á flugi. Kyra Helwick Herflugmaður sem rataði í heimsfréttirnar fyrir að týna F-35 herþotu árið 2023 hefur loks tjáð sig um atvikið. Hinn 48 ára gamli fyrrverandi ofursti í landgönguliði Bandaríkjanna segir forsvarsmenn landgönguliðsins hafa komið illa fram við sig i kjölfar þess að hann skaut sér úr herþotunni á flugi. Þetta var í september 2023 og var Charles Del Pizzo í æfingarflugi á F-35B Lightning II herþotu. Það er sérstök útgáfa af F-35 þotunni sem getur virkað ekki ósvipað þyrlu og er hægt að taka á loft í henni og lenda henni lóðrétt, eins og sjá má hér. Del Pizzo átti að taka við stjórn mikilvægrar flugsveitar landgönguliðsins sem gerir meðal annars tilraunir með flugvélar og annan búnað sem landgönguliðið notar. Þess vegna var hann að fljúga þotunni við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, og kanna hversu góð hún væri. Í viðtali við Post and Courier segir Del Pizzo að veður hafi verið mjög slæmt og skyggni lítið sem ekkert þegar hann ætlaði að lenda flugvélinni lóðrétt og notast eingöngu við tækjabúnað vélarinnar, sem flugmenn gera reglulega. F-35 herþoturnar eru búnar sérstaklega miklum tæknibúnaði eins og myndavélum og skynjurum, sem flugmenn sjá gögn úr í sérstökum hjálmi sem þróaður var fyrir herþoturnar. Á sérstökum skjáum í hjálminum sá Del Pizzo hraða og hæð flugvélarinnar auk þess sem hann gat litið niður til að sjá nánast í gegnum flugvélina, með myndavélum undir henni. Blindur vegna rafmagnsbilunar Del Pizzo segir að þegar hann hafi verið að lenda hafi hjálmurinn bilað. Slökknað hafi á skjánum um tíma en svo hafi kviknað á honum aftur og viðvörunarljós sem vöruðu við margvíslegum bilunum blikkað þar. Síðan hafi aftur slökknað á skjánum áður en hann hafi kveikt á sér aftur skömmu síðar. Hann hætti við lendinguna og ýtti á takka sem lætur flugvélina hætta að haga sér eins og þyrla og fljúga aftur fram á við. Del Pizzo náði engu sambandi við annan flugmann sem var á svæðinu með honum, né flugturninn. Síðan slökknaði á skjánum í hjálminum í þriðja sinn og virtist ekki ætla að kvikna á honum aftur. Del Pizzo var í raun að fljúga blindandi og náði ekki sambandi við neinn. Fjörutíu og einni sekúndu eftir að fyrst slökknaði á skjánum í hjálmi hans, skaut Del Pizzo sér úr flugvélinni og var hann þá staddur yfir Suður-Karólínu. Hér að neðan má hlusta á símtal manns sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að Del Pizzo lenti í garðinum hjá honum. Flugmaðurinn bakbrotnaði í látunum en særðist lítið að öðru leyti. Hann óttaðist þó þegar hann féll til jarðar að flugvélin myndi falla til jarðar með honum og sagði Del Pizzo að hann óttaðist mest að aðrir á jörðu niðri myndu hljóta skaða af. Herþotan flaug þó áfram í nærri því ellefu og hálfa mínútu áður en hún brotlenti í skógi og fannst hún ekki fyrr en rúmum sólarhring síðar. Rekinn óvænt rúmu ári síðar Málið var í kjölfarið rannsakað ítarlega en aldrei hefur verið opinberað hvað bilaði í flugvélinni, af þjóðaröryggisástæðum. Hins var voru niðurstöður tveggja af þremur rannsóknum landgönguliðsins á þá leið að Del Pizzo væri ekki um að kenna. Í grein Post and Courier er vitnaði í notendaleiðbeiningar F-35B þar sem fram kemur að flugmenn eigi að skjóta sér úr flugvélinni við aðstæður eins og þær sem Del Pizzo var í. Rannsakendur í tveimur mismunandi rannsóknum sögðu að flestir flugmenn með sambærilega reynslu hefðu einnig skotið sér úr flugvélinni og hrósuðu rannsakendur annarrar rannsóknarinnar Del Pizzo fyrir viðbrögðin. Rúmu ári eftir atvikið, eða í september í fyrra, var honum þó óvænt vikið úr starfi og var það sagt í samræmi við niðurstöður nýrrar rannsóknar, þeirrar þriðju þar sem atvikið var skoðað. Í svari við fyrirspurn blaðamanns Post and Courier sögðu talsmenn landgönguliðsins að Del Pizzo hefði verið vikið úr starfi þar sem hann hefði misst traust yfirmanna sinna. Del Pizzo segir að sér hafi verið verulega brugðið og hann hafi verið sár vegna ákvörðunarinnar og ákvað hann að setjast í helgan stein. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Þetta var í september 2023 og var Charles Del Pizzo í æfingarflugi á F-35B Lightning II herþotu. Það er sérstök útgáfa af F-35 þotunni sem getur virkað ekki ósvipað þyrlu og er hægt að taka á loft í henni og lenda henni lóðrétt, eins og sjá má hér. Del Pizzo átti að taka við stjórn mikilvægrar flugsveitar landgönguliðsins sem gerir meðal annars tilraunir með flugvélar og annan búnað sem landgönguliðið notar. Þess vegna var hann að fljúga þotunni við erfiðar aðstæður, í miklu roki og rigningu, og kanna hversu góð hún væri. Í viðtali við Post and Courier segir Del Pizzo að veður hafi verið mjög slæmt og skyggni lítið sem ekkert þegar hann ætlaði að lenda flugvélinni lóðrétt og notast eingöngu við tækjabúnað vélarinnar, sem flugmenn gera reglulega. F-35 herþoturnar eru búnar sérstaklega miklum tæknibúnaði eins og myndavélum og skynjurum, sem flugmenn sjá gögn úr í sérstökum hjálmi sem þróaður var fyrir herþoturnar. Á sérstökum skjáum í hjálminum sá Del Pizzo hraða og hæð flugvélarinnar auk þess sem hann gat litið niður til að sjá nánast í gegnum flugvélina, með myndavélum undir henni. Blindur vegna rafmagnsbilunar Del Pizzo segir að þegar hann hafi verið að lenda hafi hjálmurinn bilað. Slökknað hafi á skjánum um tíma en svo hafi kviknað á honum aftur og viðvörunarljós sem vöruðu við margvíslegum bilunum blikkað þar. Síðan hafi aftur slökknað á skjánum áður en hann hafi kveikt á sér aftur skömmu síðar. Hann hætti við lendinguna og ýtti á takka sem lætur flugvélina hætta að haga sér eins og þyrla og fljúga aftur fram á við. Del Pizzo náði engu sambandi við annan flugmann sem var á svæðinu með honum, né flugturninn. Síðan slökknaði á skjánum í hjálminum í þriðja sinn og virtist ekki ætla að kvikna á honum aftur. Del Pizzo var í raun að fljúga blindandi og náði ekki sambandi við neinn. Fjörutíu og einni sekúndu eftir að fyrst slökknaði á skjánum í hjálmi hans, skaut Del Pizzo sér úr flugvélinni og var hann þá staddur yfir Suður-Karólínu. Hér að neðan má hlusta á símtal manns sem hringdi í Neyðarlínuna eftir að Del Pizzo lenti í garðinum hjá honum. Flugmaðurinn bakbrotnaði í látunum en særðist lítið að öðru leyti. Hann óttaðist þó þegar hann féll til jarðar að flugvélin myndi falla til jarðar með honum og sagði Del Pizzo að hann óttaðist mest að aðrir á jörðu niðri myndu hljóta skaða af. Herþotan flaug þó áfram í nærri því ellefu og hálfa mínútu áður en hún brotlenti í skógi og fannst hún ekki fyrr en rúmum sólarhring síðar. Rekinn óvænt rúmu ári síðar Málið var í kjölfarið rannsakað ítarlega en aldrei hefur verið opinberað hvað bilaði í flugvélinni, af þjóðaröryggisástæðum. Hins var voru niðurstöður tveggja af þremur rannsóknum landgönguliðsins á þá leið að Del Pizzo væri ekki um að kenna. Í grein Post and Courier er vitnaði í notendaleiðbeiningar F-35B þar sem fram kemur að flugmenn eigi að skjóta sér úr flugvélinni við aðstæður eins og þær sem Del Pizzo var í. Rannsakendur í tveimur mismunandi rannsóknum sögðu að flestir flugmenn með sambærilega reynslu hefðu einnig skotið sér úr flugvélinni og hrósuðu rannsakendur annarrar rannsóknarinnar Del Pizzo fyrir viðbrögðin. Rúmu ári eftir atvikið, eða í september í fyrra, var honum þó óvænt vikið úr starfi og var það sagt í samræmi við niðurstöður nýrrar rannsóknar, þeirrar þriðju þar sem atvikið var skoðað. Í svari við fyrirspurn blaðamanns Post and Courier sögðu talsmenn landgönguliðsins að Del Pizzo hefði verið vikið úr starfi þar sem hann hefði misst traust yfirmanna sinna. Del Pizzo segir að sér hafi verið verulega brugðið og hann hafi verið sár vegna ákvörðunarinnar og ákvað hann að setjast í helgan stein.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Erlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira