Erlent

Herþotan sem týndist er fundin

Árni Sæberg skrifar
Þotan er af gerðinni F-35.
Þotan er af gerðinni F-35. Suhaimi Abdullah/AP

Brak úr F-35 herþotunni, sem landgöngulið Bandaríkjanna týndi um helgina, fannst í sveit í Suður-Karólínu í gær. Herinn hafði óskað eftir hjálp borgaranna við leit að vélinni en gat þó ekki staðfest að hún hefði brotlent.

Þotan, sem er ein sú fullkomnasta sem framleidd hefur verið og kostar um eitt hundrað milljónir Bandaríkjadala, týndist eftir að flugmaður hennar þurfti að skjóta sér úr henni í miðju flugi. Honum tókst að lenda örugglega í íbúahverfi í Norður Charleston í Suður-Karólínu um klukkan 14 á sunnudaginn. Ekkert amaði að honum þegar hann var skoðaður á spítala.

Landgöngulið Bandaríkjanna óskaði eftir aðstoð almennings við leit að þotunni en þá lá ekki einu sinni fyrir hvort hún hefði brotlent yfir höfuð.

Margir veltu vöngum yfir því hvernig væri hægt að týna svo fullkominni herþotu og vita ekkert hvar hún væri niður komin.

„Hvernig í fjandanum týnirðu F-35? Er ekki staðsetningarbúnaður í þotunni og hvað... erum við að biðja almenning um að finna þotuna og skila henni?“ spurði Nancy Mace, þingkona í Norður-Karólínu. á X, áður Twitter.

Nú er brak úr þotunni hins vegar fundið í Williamsburg-sýslu, sem er í um tveggja klukkstunda akstursfjarlægð frá Charleston herstöðinni, þar sem þotan tók á loft. Yfirvöld hafa beðið almenning að forðast svæðið á meðan unnið er að því að hreinsa upp flakið. AP greinir frá þessu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.