„Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 11:01 Jökull Elísabetarson tók við Stjörnunni eftir sex umferðir 2023. vísir/anton Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir ógjörning að ráða í Stjörnuliðið, bæði fyrir hvert tímabil og eins milli leikja. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sé óútreiknanlegur. Stjörnunni er spáð 5. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Á síðasta tímabili enduðu Garðbæingar í 4. sæti og í því þriðja tímabilið þar á undan. „Fyrir hvert einasta tímabil veit maður eiginlega ekkert hverju maður á von á frá Stjörnunni. Það er erfitt að rýna í þá, bara milli leikja. Hvernig Jökull stillir upp og hvað markmið liðsins er fyrir hvert tímabil,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á Stjörnuna missa þeir alltaf stóra pósta fyrir hvert tímabil; hvort sem það er Ísak [Andri Sigurgeirsson], Eggert (Aron Guðmundsson) en núna er aðalhöggið að Óli Valur [Ómarsson] hafi endað hjá Breiðabliki. Róbert Frosti [Þorkelsson] er líka farinn út. Það er mjög áhugavert tímabil hjá Stjörnunni og ég held að þeir geri sér vonir um aðeins betri árangur en í fyrra og komist í Evrópukeppni.“ Klippa: 5. sæti Stjarnan Jökull gerir jafnan miklar breytingar á liði Stjörnunnar milli leikja. „Það er oft talað um þjálfarar vilji finna sitt sterkasta byrjunarlið. Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari. Hann horfir bara á þetta leik eftir leik og fari eftir andstæðingum,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á hópinn hjá Stjörnunni; það var sterkt að fá [Benedikt] Warén inn og fá annan mann til að „rótera“ aðeins við Emil. Mér líst ekkert sérstaklega vel á að þeir spili saman frammi; Andri Rúnar [Bjarnason] og Emil. En svo horfir á öftustu línu. Það er að mínu mati veikleiki liðsins. Þorri [Mar Þórisson] kemur heim úr atvinnumennsku. Það eru stórir póstar farnir; Danni [Laxdal], Hilmar Árni [Halldórsson] og Tóti [Þórarinn Ingi Valdimarsson] hættir. Maður horfir á öftustu línu; Sindri [Þór Ingimarsson], Gummi [Kristjánsson] og Sigurður [Gunnar Jónsson]. Mér fannst vanta aðeins meiri breidd þar. Ég hef aðaláhyggjur af þeim í öftustu línu.“ Stjarnan mætir FH á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Stjörnunni er spáð 5. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Á síðasta tímabili enduðu Garðbæingar í 4. sæti og í því þriðja tímabilið þar á undan. „Fyrir hvert einasta tímabil veit maður eiginlega ekkert hverju maður á von á frá Stjörnunni. Það er erfitt að rýna í þá, bara milli leikja. Hvernig Jökull stillir upp og hvað markmið liðsins er fyrir hvert tímabil,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á Stjörnuna missa þeir alltaf stóra pósta fyrir hvert tímabil; hvort sem það er Ísak [Andri Sigurgeirsson], Eggert (Aron Guðmundsson) en núna er aðalhöggið að Óli Valur [Ómarsson] hafi endað hjá Breiðabliki. Róbert Frosti [Þorkelsson] er líka farinn út. Það er mjög áhugavert tímabil hjá Stjörnunni og ég held að þeir geri sér vonir um aðeins betri árangur en í fyrra og komist í Evrópukeppni.“ Klippa: 5. sæti Stjarnan Jökull gerir jafnan miklar breytingar á liði Stjörnunnar milli leikja. „Það er oft talað um þjálfarar vilji finna sitt sterkasta byrjunarlið. Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari. Hann horfir bara á þetta leik eftir leik og fari eftir andstæðingum,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á hópinn hjá Stjörnunni; það var sterkt að fá [Benedikt] Warén inn og fá annan mann til að „rótera“ aðeins við Emil. Mér líst ekkert sérstaklega vel á að þeir spili saman frammi; Andri Rúnar [Bjarnason] og Emil. En svo horfir á öftustu línu. Það er að mínu mati veikleiki liðsins. Þorri [Mar Þórisson] kemur heim úr atvinnumennsku. Það eru stórir póstar farnir; Danni [Laxdal], Hilmar Árni [Halldórsson] og Tóti [Þórarinn Ingi Valdimarsson] hættir. Maður horfir á öftustu línu; Sindri [Þór Ingimarsson], Gummi [Kristjánsson] og Sigurður [Gunnar Jónsson]. Mér fannst vanta aðeins meiri breidd þar. Ég hef aðaláhyggjur af þeim í öftustu línu.“ Stjarnan mætir FH á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti