Björn hvergi af baki dottinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2025 14:24 Björn Gíslason er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar ásamt félögum sínum í borgarstjórnarflokknum að kalla eftir úrskurði innviðaráðuneytisins um hvort það haldi vatni að hann geti sem formaður Fylkis ekki tekið sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Í minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar frá árinu 2023 kom fram að Björn væri vanhæfur til setu í ráðinu sem formaður. Björn segir í samtali við Vísi alltaf hafa ætlað að gera eitthvað í málinu en ekkert orðið úr. En nú er annað hljóð komið í strokkinn. Þannig lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til á dögunum að Björn tæki sæti Kjartans Magnússonar í ráðinu. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur enga ástæðu til að uppfæra minnisblaðið frá 2023. Björn sé enn vanhæfur jafnvel þótt hann víki af fundum þegar málefni Fylkis komi til umræðu. Vanhæfið sé líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Björn segir mikilvægt að fá úrskurð úr innviðaráðuneytinu vegna málsins en sveitarstjórnarmál heyra undir ráðuneytið. Í fjölmörgum sveitarfélögum um landið súpi menn kveljur enda algengt að þar sé fólk með marga hatta; virkt í íþróttafélögunum en pólitíkinni um leið. „Þetta fólk sér fyrir sér að detta út úr öllu,“ segir Björn. Hann áréttar að um sjálfboðaliðastarf sé að ræða. „Maður hefur engar tekjur af þessu.“ Hann segir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins standa þétt við bak sér og flokksins að kalla eftir úrskurðinum. Hann vonast eftir hagstæðri niðurstöðu til að reynsla hans hvað íþróttamál varðar geti nýst í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. 21. mars 2025 08:25