ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 12:38 Woepke Hoekstra, loftslagsstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, reynir að ná málamiðlun um loftslagsmarkmið sambandsins. Vísir/EPA Til greina kemur að veita Evrópuríkjum aukið svigrúm til þess að ná loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins fyrir árið 2040. Loftslagsmálastjóri sambandsins er sagður reyna að útvatna reglurnar til þess að liðka fyrir því að þær verði samþykktar. Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag. Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Evrópusambandið stefnir að því að losun gróðurhúsalofttegunda dragist saman um 90 prósent fyrir árið 2040. Framkvæmdastjórn þess stefnir á að leggja fram frumvörp að regluverki til þess að ná því markmiði á næstu vikum. Nú segir evrópska blaðið Politico að Wopke Hoekstra, loftslagsmálastjóri framkvæmdastjórnar ESB, skoði að gera markmiðið sveigjanlegra, meðal annars með því að leyfa aðildarríkjum að telja kolefnisbindingu eða jöfnun að hluta til fram í stað þess að draga úr losun. Þetta gætu þau meðal annars gert með því að kaupa bindingareiningar á alþjóðlegum kolefnismörkuðum. Hugmyndirnar koma fram í skugga vaxandi andstöðu sumra stjórnmálafla í Evrópu við loftslagsmarkmiðin. Politico segir að hægristjórnin á Ítalíu hafi farið fram á að losunarmarkmiðið verði endurskoðað þannig að stefnt verði að 85 prósent samdrætti í stað 90 prósentum. Þá er ekki talið öruggt að ný ríkisstjórn í Þýskalandi styðji núverandi markmið. Níutíu prósent markmiðið er þó sagt njóta stuðnings meirihluta Evrópuríkja. Hætta á að endurtaka mistök fortíðar Félagasamtök vara við því að útvatna loftslagsmarkmiðin og lög til þess að ná þeim. Sam Van den plas frá samtökunum Kolefnismarkaðavaktinni, segir að hugmyndirnar sem nú sé velt upp dragi athyglina frá nauðsyn þess að draga úr losun til þess að stöðva frekari loftslagsbreytingar. Þá er Van den plas minnugur þess þegar mikið framboð af alþjóðlegum kolefniseiningum lækkaði verulega kostnað við að losa kolefni í Evrópu á öðrum áratug þessarar aldar. „Það er mikil hætta á því að endurtaka mistök fortíðarinnar,“ segir hann. Loftslagaðgerðir hafa að miklu leyti fallið í skuggann af öðrum málum á síðustu misserum, ekki síst öryggis- og varnarmálum Evrópu. Undir stjórn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið lögð áherslu á afregluvæðingu, ekki síst að afnema reglur sem eiga að vernda umhverfi og loftslag.
Evrópusambandið Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira