Stóriðja

Fréttamynd

Hver er að væla?

Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­nefnd ræðir stöðuna á Grundar­tanga: „Þetta er bara ó­ljóst“

Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði í gær og aftur í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir að stór hluti framleiðslu Norðuráls á Grundartanga stöðvaðist í vikunni vegna bilunar. Nefndin hefur fengið fulltrúa Norðuráls, Samtaka iðnarðarins, Verkalýðsfélags Akraness og frá orkufyrirtækjunum á sinn fund til að rýna stöðuna. Staðan er sögð sýna fram á mikilvægi þess að hlúið verði að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja í iðnaði.

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar „vælið“ vegna Norður­áls

Viðbrögð hagsmunasamtaka við tímabundnum samdrætti í álframleiðslu hjá Norðuráli vegna bilunar fara öfugt ofan í marga. Ekki sé um þjóðarvá að ræða og óeðlilegt að ríkisstjórnin grípi inn í eins og krafa sé um. Það sé lenska hérlendis að grenja og hegða sér eins og ofdekraðir krakkar.

Innlent
Fréttamynd

Verðmæta­sköpunar­laust haust

Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa.

Skoðun
Fréttamynd

„At­vinnu­lífið er sannar­lega að kólna“

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir stöðuna á Grundartanga grafalvarlega, og fyrir samfélagið í heild. „Norðurál er eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og útflutningsverðmætin sem tapast geta verið allt að sex milljarðar á mánuði,“ segir Sigurður sem fór yfir málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við­gerð muni taka ein­hverja mánuði

Forstjóri Norðuráls segir mikið tjón blasa við eftir að starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga í gær. Hann segir einhverja mánuði þar til starfsemi verði komin í eðlilegt horf á ný. 

Innlent
Fréttamynd

Skynjar kvíða og ótta meðal starfs­manna

Formaður Verkalýðsfélags Akraness skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Norðuráls eftir að upp kom bilun í búnaði. Tveir þriðju framleiðslunnar liggja niðri en óljóst er hve langan tíma mun taka að laga búnaðinn. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Eim­skips lækkar vegna bilunarinnar

Bilun hjá Norðuráli á Grundartanga, sem veldur því að framleiðsla dregst saman um tvo þriðju, mun hafa áhrif á rekstur Eimskips, enda er Norðurál einn stærsti viðskiptavinur skipafélagsins. Gengi hlutabréfa félagsins hefur lækkað hressilega frá opnun markaða í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Al­var­legt á­fall á Grundar­tanga” sem beri að bregðast við hratt

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Stöðva fram­leiðslu í ál­verinu á Grundar­tanga

Framleiðsla hefur verið stöðvuð í annarri af tveimur kerlínum álvers Norðuráls á Grundartanga í kjölfar bilunar í rafbúnaði álversins. Bilunin veldur því að álframleiðsla á Grundartanga skerðist um tvo þriðju um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Að hafa trú á sam­fé­laginu

Við í sveitarfélaginu Norðurþingi stöndum frammi fyrir miklum áskorunum. Rekstrarstöðvun PCC Bakki Silicon hefur djúpstæð áhrif á samfélagið okkar – á atvinnulífið, tekjur sveitarfélagsins og trú fólks á framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Gætu þurft að draga úr fram­leiðslu á Grundar­tanga

Elkem hefur tilkynnt að dregið verði úr framleiðslu í járnblendiverksmiðjum félagsins í Rana í Noregi og á Grundartanga. Forstjóri Elkem á Íslandi segir að í versta falli verði slökkt á einum þriggja ofna á Grundartanga í fimmtíu til sextíu daga. Hann voni þó að ekki þurfi að koma til þess. Þá verði engum sagt upp hjá félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fram­tíð PCC á Bakka ekki út­séð

Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stilltu til friðar á ó­form­legum fundi í gær

Fulltrúar Alcoa á Reyðarfirði og starfsgreinafélaga komu saman á formlegum fundi með ríkissáttasemjara í morgun í fyrsta sinn síðan í sumar. Kjaraviðræðunar hafa staðið yfir í níu mánuði og lítið gengið en stilla þurfti til friðar á milli samningsaðila í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“

Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk Alcoa vilji setja fyrir­tækinu mörk

Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég treysti því að stjórn­völd vakni og hjálpi okkur“

Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík.

Innlent
Fréttamynd

„Komið nóg af á­föllum“

Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins. Ef úr tollunum verður sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið. 

Innlent