Mette Frederiksen heldur til Grænlands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. mars 2025 17:35 Mette Frederiksen heimsótti Grænland og þáverandi landstjórnarformann Múte B. Egede árið 2022. EPA/Chistian Klindt Sølbeck Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu danska að með heimsókninni sé ætlað að styrkja samheldni þjóðanna tveggja en líkt og kunnugt er hefur Grænland verið fyrirferðamikið í fréttum nýverið og ekki að þeirra óskum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að innlima landið og í gær fór J.D. Vance varaforseti óboðinn í heimsókn á bandarísku heimskautaherstöðina í Pituffik. Í dag mótmæltu fleiri hundruð Dana fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Mótmælendur báru skilti sem á stóð „Grænland ekki til sölu“ og „Haldið ykkur fjarri, BNA“ meðal annars. Nýr landstjórnarformaður sagði það að hann kæmi í opinbera heimsókn áður en að tækist að mynda stjórn í landinu bera vott um virðingarleysi. Ný landstjórn var mynduð af fjórum fimm flokka á grænlenska þinginu í gær. „Ég hlakka til að halda áfram þéttu og traustu sambandi Grænlands og Danmerkur saman með Jens-Frederik Nielsen og öðrum ráðherrum. Á Grænlandi er nýyfirstaðið gott lýðræðislegt ferli og breið samsteypustjórn hefur verið mynduð. Það er mér mikilvægt að koma í heimsókn eins fljótt og ég get og heilsa upp á nýjan landstjórnarformann,“ er haft eftir Mette Frederiksen. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig grænlenska þjóðin og grænlenskir stjórnmálamenn hafa glímt við það mikla álag sem er á Grænlandi. Sú staða sem uppi er kallar á samheldni þvert á stjórnmálaflokka. Þvert á lönd ríkjasamstarfsins. Og á samstarf með virðingu og jafnræði að leiðarljósi,“ segir hún. Hún mun fara á fund fleiri ráðherra nýrrar ríkisstjórnarinnar frá þriðjudeginum öðrum apríl og til föstudagsins fjórða. Grænland Danmörk Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Fram kemur í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu danska að með heimsókninni sé ætlað að styrkja samheldni þjóðanna tveggja en líkt og kunnugt er hefur Grænland verið fyrirferðamikið í fréttum nýverið og ekki að þeirra óskum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað heitið því að innlima landið og í gær fór J.D. Vance varaforseti óboðinn í heimsókn á bandarísku heimskautaherstöðina í Pituffik. Í dag mótmæltu fleiri hundruð Dana fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Mótmælendur báru skilti sem á stóð „Grænland ekki til sölu“ og „Haldið ykkur fjarri, BNA“ meðal annars. Nýr landstjórnarformaður sagði það að hann kæmi í opinbera heimsókn áður en að tækist að mynda stjórn í landinu bera vott um virðingarleysi. Ný landstjórn var mynduð af fjórum fimm flokka á grænlenska þinginu í gær. „Ég hlakka til að halda áfram þéttu og traustu sambandi Grænlands og Danmerkur saman með Jens-Frederik Nielsen og öðrum ráðherrum. Á Grænlandi er nýyfirstaðið gott lýðræðislegt ferli og breið samsteypustjórn hefur verið mynduð. Það er mér mikilvægt að koma í heimsókn eins fljótt og ég get og heilsa upp á nýjan landstjórnarformann,“ er haft eftir Mette Frederiksen. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig grænlenska þjóðin og grænlenskir stjórnmálamenn hafa glímt við það mikla álag sem er á Grænlandi. Sú staða sem uppi er kallar á samheldni þvert á stjórnmálaflokka. Þvert á lönd ríkjasamstarfsins. Og á samstarf með virðingu og jafnræði að leiðarljósi,“ segir hún. Hún mun fara á fund fleiri ráðherra nýrrar ríkisstjórnarinnar frá þriðjudeginum öðrum apríl og til föstudagsins fjórða.
Grænland Danmörk Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira