Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 12:41 Halldór Smári Sigurðsson kveður Víking eftir að hafa unnið sex stóra titla með liðinu og upplifað magnað Evrópuævintýri. Eitthvað sem var ekki alveg í spilunum þegar hann var að hefja sinn meistaraflokksferil. Vísir/Hulda Margrét Halldór Smári Sigurðsson, „Herra Víkingur“, er hættur í fótbolta eftir að hafa spilað fyrir Víking alla sína tíð. Hann kveður félagið á hæsta tindi í sögu þess, eftir einstakt Evrópuævintýri sem hann óraði aldrei fyrir og sex stóra titla. Halldór er kvaddur á samfélagsmiðlum Víkinga í dag og þar birtist ítarlegt kveðjuviðtal sem stuðningsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson tók við hann. Viðtalið má sjá hér að neðan. Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar ❤️🖤 Takk #TakkHalldór #HALLDÓRSMÁRI pic.twitter.com/oNsH4VTL7i— Víkingur (@vikingurfc) March 29, 2025 Halldór Smári lék 464 leiki fyrir Víkinga og fór með liðinu frá því að enda í 10. sæti næstefstu deildar sumarið 2009 í að komast í gegnum deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í Aþenu í febrúar, eftir leiki Víkings við gríska stórveldið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Ég hef spilað minn síðasta leik. Það var tæknilega séð í Reykjavíkurmótinu í janúar en ég vil segja að það hafi verið í Austurríki, gegn LASK,“ segir Halldór í viðtalinu á miðlum Víkings. „Þetta er bara komið gott. Ég ákvað þetta um hátíðirnar með sjálfum mér en átti erfitt með að sleppa orðunum frá mér. Ég gerði það svona tveimur vikum fyrir ferðina til Helsinki og Grikklands og sagði þá þjálfurunum frá þessu. Ástæðan er í fyrsta lagi að þetta er rosalega gott tækifæri til að hætta. Þó að mér finnist ég geta haldið áfram þá er það kannski meira egóið að tala. Ég spilaði lítið í deildinni í fyrra og ákvað að hætta núna, eftir að hafa verið í Evrópu með Víkingi sem enginn bjóst við þegar ég var að byrja, frekar en að taka annað ár, spila kannski lítið og vita ekki hvernig myndi ganga, og fara að hætta svo. Þetta er góður tímapunktur. Komið fínt,“ segir Halldór Smári sem rifjar upp ferilinn með skemmtilegum hætti í viðtalinu sem sjá má hér að ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Halldór er kvaddur á samfélagsmiðlum Víkinga í dag og þar birtist ítarlegt kveðjuviðtal sem stuðningsmaðurinn Tómas Þór Þórðarson tók við hann. Viðtalið má sjá hér að neðan. Eftir áratugi í treyjunnni, 464 leiki, 2 Íslandsmeistaratitla, 4 bikara, Evrópuævintýri og ótrúlegt magn af Hamingju segjum við takk við Halldór Smára Sigurðsson. Herra Víkingur nær alls ekki utan um allt sem þú hefur gefið félaginu okkar ❤️🖤 Takk #TakkHalldór #HALLDÓRSMÁRI pic.twitter.com/oNsH4VTL7i— Víkingur (@vikingurfc) March 29, 2025 Halldór Smári lék 464 leiki fyrir Víkinga og fór með liðinu frá því að enda í 10. sæti næstefstu deildar sumarið 2009 í að komast í gegnum deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann kvaddi liðsfélaga sína í Aþenu í febrúar, eftir leiki Víkings við gríska stórveldið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. „Ég hef spilað minn síðasta leik. Það var tæknilega séð í Reykjavíkurmótinu í janúar en ég vil segja að það hafi verið í Austurríki, gegn LASK,“ segir Halldór í viðtalinu á miðlum Víkings. „Þetta er bara komið gott. Ég ákvað þetta um hátíðirnar með sjálfum mér en átti erfitt með að sleppa orðunum frá mér. Ég gerði það svona tveimur vikum fyrir ferðina til Helsinki og Grikklands og sagði þá þjálfurunum frá þessu. Ástæðan er í fyrsta lagi að þetta er rosalega gott tækifæri til að hætta. Þó að mér finnist ég geta haldið áfram þá er það kannski meira egóið að tala. Ég spilaði lítið í deildinni í fyrra og ákvað að hætta núna, eftir að hafa verið í Evrópu með Víkingi sem enginn bjóst við þegar ég var að byrja, frekar en að taka annað ár, spila kannski lítið og vita ekki hvernig myndi ganga, og fara að hætta svo. Þetta er góður tímapunktur. Komið fínt,“ segir Halldór Smári sem rifjar upp ferilinn með skemmtilegum hætti í viðtalinu sem sjá má hér að ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira