Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 21:02 Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins. AP/Ben Curtis Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Upplýsingarnar komu, samkvæmt heimildarmönnum Wall Street Journal, meðal annars frá Ísrael. Nánar tiltekið komu þær frá manni í Jemen sem njósnar fyrir Ísrael. Spjallhópur þessi hefur vakið gífurlega athygli vegna þess að Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, bætti fyrir mistök blaðamanni í hópinn. Í hópnum voru varaforseti Bandaríkjanna, utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, yfirmaður CIA, yfirmaður allra leyniþjónusta Bandaríkjanna og sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, Úkraínu og Rússlands, sem var þá staddur í Rússlandi, svo einhverjir séu nefndir. Þau töluðu um það hvort gera ætti árásir á Húta, af hverju, hvernig ætti að láta Evrópu borga fyrir árásirnar og hvernig ætti að gera þær. Peta Hegseth, varnarmálaráðherra, deildi meðal annars nákvæmum upplýsingum um hvenær árásirnar ættu að hefjast í Jemen og hvenær næstu bylgjur mundu hefjast yfir daginn. Þrátt fyrir það halda Trump-liðar því fram að engum leynilegum upplýsingum hafi verið deilt í spjallhópnum. Laugardaginn 15. mars, þegar þessar árásir hófust, skrifaði Waltz í hópinn að borin hefðu verið kennsl á æðsta „eldflaugagaur“ Húta. Hann hefði sést ganga inn í hús þar sem kærasta hans bjó og það hefði verið jafnað við jörðu. Waltz nefndi ekki hvaðan þessar upplýsingar kæmu en sagði síðar að þær hefðu komið úr nokkrum áttum. Heimildarmenn WSJ segja meðal annars að einn aðili, sem væri í Jemen að njósna fyrir Ísraela, hefði veitt þessar upplýsingar. Blaðamenn Wall Street Journal spurðu talsmann þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hvort einhverjar upplýsingar fyrir árásirnar hefðu komið frá Ísrael en fengu eingöngu það svar að engum leynilegum upplýsingum hefði verið deilt í spjallhópnum. Ísraelar neituðu að tjá sig. Sérfræðingar segja að atvik eins og það að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn og að talað hafi verið um þetta í Signal, geti dregið úr vilja embættismanna í öðrum ríkju Varnarmálaráðuneytið varaði þann 14. mars við því að nota Signal til opinberra samskipta. Trump-liðar hafa gert lítið úr atvikinu. Bæði því að blaðamanni hafi verið bætt í hópinn fyrir mistök og því að umræðan hafi í raun farið fram á Signal, þar sem skilaboðin í hópnum voru stillt til að eyðast sjálfkrafa. Jón og séra-Jón Svo virðist sem engum verði refsað vegna hópsins en Trump kallaði fjaðrafokið kringum „Signalgate“, eins og málið hefur verið nefnt, enn einar nornaveiðarnar. Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna stendur þó frammi fyrir því að missa bæði heimild til að meðhöndla ríkisleyndarmál og vinnuna fyrir að hafa fyrir mistök deilt tölvupósti með blaðamanni. Sá tölvupóstur innihélt engin ríkisleyndarmál, samkvæmt frétt NBC News, en var um löggæsluaðgerð landamæravarða Bandaríkjanna sem var ekki yfirstaðin þegar pósturinn var sendur fyrir mistök í janúar. Pósturinn innihélt upplýsingar um hvenær þessi aðgerð færi fram í Denver en embættismaðurinn áttaði sig strax á mistökunum og hringdi í blaðamanninn. Sá vinnur hjá miðli sem þykir hægri sinnaður og samþykkti að halda póstinum leyndum. Aðgerðin fór fram án vandræða en annar embættismaður kvartaði yfir mistökunum þegar yfirmenn heimavarnaráðuneytisins voru að kenna lekum til fjölmiðla um að landamæraverðir hefðu handtekið færri innflytjendur sem væru í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti en áætlað var.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira