Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 18:04 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. Ræðuna hélt Pútín í Múrmansk í Rússlandi á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurslóðir. Hann gagnrýndi Vesturlönd fyrir að taka skref átt að mögulegum átökum við Rússa og nefndi heræfingar sérstaklega. Margir hefðu slitið efnahagsleg tengsl við Rússland og samvinnu á sviðið vísinda, menntunar og menningar. Samvinna á norðurslóðum hefði beðið hnekki. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Mörg ríki og Ísland þeirra á meðal, drógu úr samskiptum sínum við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir, eins og fram kemur í frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Forsetinn ræddi einnig viðleitni kollega síns vestanhafs við að eignast Grænland og sagði að Donald Trump væri alvara. Pútín benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu lengi litið hýru auga til Grænlands. Sjá einnig: „Við verðum að eignast þetta land“ Pútín sagði ljóst Bandaríkjamenn myndu halda áfram að vinna að því að koma höndum yfir Grænland. Áhugasamir geta hlustað á ræðuna með túlk Sky News í spilaranum hér að neðan. Stefna á mikla námuvinnslu Samkvæmt Pútín stefna Rússar á umfangsmikla námuvinnslu á norðurslóðum á komandi árum og þá meðal annars á svokölluðum sjaldgæfum málmum. Þeir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknibúnaðar og hergagna og spila sífellt stærri rullu á taflborðum stórvelda heimsins. Einnig stendur til að byggja upp innviði fyrir aukna ferðaþjónustu á norðurslóðum. Pútín sagði þó, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er rekin af rússneska ríkinu, að mikilvægt væri að verja umhverfið á norðurslóðum, samhliða aukinni auðlindanotkun þar. Skipasiglingum um svæðið hefur fjölgað mjög með undanhaldi íshellunnar í norðri og búast Rússar við að þeim muni fjölga enn meira á komandi árum. Pútín sagði Rússa þurfa að hugsa um hagsmuni sína aldir fram í tímann þegar kæmi að norðurslóðum og siglingum þar um. Fara þyrfti í endurbætur á ísbrjótaflota Rússa og byggja flota fraktskipa sérstaklega fyrir flutninga á norðurslóðum og bæta hafnir þar. Rússland Norðurslóðir Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Grænland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03 Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Ræðuna hélt Pútín í Múrmansk í Rússlandi á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurslóðir. Hann gagnrýndi Vesturlönd fyrir að taka skref átt að mögulegum átökum við Rússa og nefndi heræfingar sérstaklega. Margir hefðu slitið efnahagsleg tengsl við Rússland og samvinnu á sviðið vísinda, menntunar og menningar. Samvinna á norðurslóðum hefði beðið hnekki. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Mörg ríki og Ísland þeirra á meðal, drógu úr samskiptum sínum við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir, eins og fram kemur í frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Forsetinn ræddi einnig viðleitni kollega síns vestanhafs við að eignast Grænland og sagði að Donald Trump væri alvara. Pútín benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu lengi litið hýru auga til Grænlands. Sjá einnig: „Við verðum að eignast þetta land“ Pútín sagði ljóst Bandaríkjamenn myndu halda áfram að vinna að því að koma höndum yfir Grænland. Áhugasamir geta hlustað á ræðuna með túlk Sky News í spilaranum hér að neðan. Stefna á mikla námuvinnslu Samkvæmt Pútín stefna Rússar á umfangsmikla námuvinnslu á norðurslóðum á komandi árum og þá meðal annars á svokölluðum sjaldgæfum málmum. Þeir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknibúnaðar og hergagna og spila sífellt stærri rullu á taflborðum stórvelda heimsins. Einnig stendur til að byggja upp innviði fyrir aukna ferðaþjónustu á norðurslóðum. Pútín sagði þó, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er rekin af rússneska ríkinu, að mikilvægt væri að verja umhverfið á norðurslóðum, samhliða aukinni auðlindanotkun þar. Skipasiglingum um svæðið hefur fjölgað mjög með undanhaldi íshellunnar í norðri og búast Rússar við að þeim muni fjölga enn meira á komandi árum. Pútín sagði Rússa þurfa að hugsa um hagsmuni sína aldir fram í tímann þegar kæmi að norðurslóðum og siglingum þar um. Fara þyrfti í endurbætur á ísbrjótaflota Rússa og byggja flota fraktskipa sérstaklega fyrir flutninga á norðurslóðum og bæta hafnir þar.
Rússland Norðurslóðir Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Grænland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03 Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03
Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06