Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 23:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill einnig ráða yfir Grænlandi. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum. „Við þörfnumst Grænlands vegna alþjóðaöryggis og varna. Við þurfum það. Við verðum að eignast það,“ sagði Trump í nýju hlaðvarpi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Mér er illa við að orða það þannig, en við munum þarfnast þess að eiga það.“ Þessi orðræða Trumps hefur farið verulega fyrir brjóstið á Grænlendingum og Dönum. Kannanir hafa sýnt að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum, þó þeir hafi áhuga á auknu samstarfi við Bandaríkjamenn. Grænlendingar eru að vinna að því að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi og vilja Bandaríkjamenn ólmir auka umsvif sín og varnir á þessum slóðum. Í áðurnefndu hlaðvarpi sagðist Trump ekki viss um það hvort Grænlendingar hefðu áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Kannanir hafa bersýnilega sýnt að svo er ekki. Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku en ekki vera innlimaðir af Bandaríkjunum. Mótmælin sem áttu sér stað vegna væntanlegrar heimsóknar JD Vance og eiginkonu hans til Grænlands gefa einnig til kynna að Grænlendingar séu ósáttir við framgöngu Bandaríkjamanna. „Við verðum að sannfæra þá,“ sagði Trump um Grænlendinga. „Við verðum að eignast þetta land, því það er ekki hægt að verja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara Bandaríkin, án þess.“ Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
„Við þörfnumst Grænlands vegna alþjóðaöryggis og varna. Við þurfum það. Við verðum að eignast það,“ sagði Trump í nýju hlaðvarpi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. „Mér er illa við að orða það þannig, en við munum þarfnast þess að eiga það.“ Þessi orðræða Trumps hefur farið verulega fyrir brjóstið á Grænlendingum og Dönum. Kannanir hafa sýnt að Grænlendingar hafi lítinn áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum, þó þeir hafi áhuga á auknu samstarfi við Bandaríkjamenn. Grænlendingar eru að vinna að því að öðlast sjálfstæði frá Danmörku. Grænlendingar vonast til þess að tekjur af námuvinnslu geti auðveldað þeim að standa á eigin fótum. Talið er að á Grænlandi megi mögulega finna mikið magn góðmálma og annarra mikilvægra málma. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Erfiðlega hefur þó gengið að fá fyrirtæki til að hefja námuvinnslu og hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á innviðum. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænland er einnig vel staðsett, ef svo má segja. Undanhald íssins á norðurslóðum mun opna nýjar siglingaleiðir og hafa hernaðarleg umsvif ríkja eins og Rússlands aukist þar á undanförnum árum. Ráðamenn í Rússlandi og Kína hafa til að mynda tekið höndum saman og heitið samvinnu varðandi þróun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. Það eru leiðir sem stytt geta siglingar milli heimshafa umtalsvert og dregið úr mikilvægi skipaskurða í Panama og Egyptalandi og vilja Bandaríkjamenn ólmir auka umsvif sín og varnir á þessum slóðum. Í áðurnefndu hlaðvarpi sagðist Trump ekki viss um það hvort Grænlendingar hefðu áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Kannanir hafa bersýnilega sýnt að svo er ekki. Meirihluti Grænlendinga vill sjálfstæði frá Danmörku en ekki vera innlimaðir af Bandaríkjunum. Mótmælin sem áttu sér stað vegna væntanlegrar heimsóknar JD Vance og eiginkonu hans til Grænlands gefa einnig til kynna að Grænlendingar séu ósáttir við framgöngu Bandaríkjamanna. „Við verðum að sannfæra þá,“ sagði Trump um Grænlendinga. „Við verðum að eignast þetta land, því það er ekki hægt að verja stóran hluta jarðarinnar, ekki bara Bandaríkin, án þess.“
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku. 14. mars 2025 06:36
Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. 13. mars 2025 18:00