Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2025 16:45 Ísabella Sara Tryggvadóttir er farin frá Val til sænska stórliðsins Rosengård. Valur Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir er orðin leikmaður sænska stórveldisins Rosengård. Félagið keypti hana frá Val nú þegar leiktíðin er nýhafi í sænsku úrvalsdeildinni. Hin 18 ára gamla Ísabella Sara gekk í raðir Vals árið 2023 frá uppeldisfélagi sínu KR. Hún varð Íslandsmeistari með Val sama ár. Á síðasta tímabili varð hún svo bikarmeistari. Skammt er síðan að hún framlengdi samning sinn við Val sem nú hefur hins vegar komist að samkomulagi við sænsku meistarana um sölu. „Rosengård er einn stærsti klúbburinn í Skandinavíu kvennamegin og því ljóst að þetta er frábært tækifæri fyrir Ísabellu. Hún framlengdi samningi sínum við okkur um fjögur ár á dögunum en þetta er tækifæri sem býðst ekki á hverjum degi. Við erum afskaplega ánægð fyrir hennar hönd,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningu. Hin sóknarþenkjandi Ísabella Sara skoraði sex mörk á síðasta tímabili. Hjá Rosengård hittir hún fyrir landsliðskonuna og miðvörðinn Guðrúnu Arnarsdóttur. „Eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera“ Alls hefur Ísabella Sara spilað 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þar af tvo fyrir U-23 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. „Ég er virkilega ánægð með að koma til FC Rosengård. Að spila erlendis er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera. Sænska deildin er mjög sterk - það er líkamlegur styrkur og hraði hérna, svo það verður gaman,“ segir Ísabella við heimasíðu Rosengård. Hún mun klæðast treyju númer tíu og má spila strax í næsta leik Rosengård sem er við Växjö á laugardaginn. Rosengård er eins og fyrr segir ríkjandi meistari í Svíþjóð og leikur því í Meistaradeild Evrópu. Liðið, sem áður hét Malmö, hefur unnið fjórtán meistaratitla og þar af fjóra af síðustu sex. Rosengård hefur komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðustu tvö ár. Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Hin 18 ára gamla Ísabella Sara gekk í raðir Vals árið 2023 frá uppeldisfélagi sínu KR. Hún varð Íslandsmeistari með Val sama ár. Á síðasta tímabili varð hún svo bikarmeistari. Skammt er síðan að hún framlengdi samning sinn við Val sem nú hefur hins vegar komist að samkomulagi við sænsku meistarana um sölu. „Rosengård er einn stærsti klúbburinn í Skandinavíu kvennamegin og því ljóst að þetta er frábært tækifæri fyrir Ísabellu. Hún framlengdi samningi sínum við okkur um fjögur ár á dögunum en þetta er tækifæri sem býðst ekki á hverjum degi. Við erum afskaplega ánægð fyrir hennar hönd,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals, í tilkynningu. Hin sóknarþenkjandi Ísabella Sara skoraði sex mörk á síðasta tímabili. Hjá Rosengård hittir hún fyrir landsliðskonuna og miðvörðinn Guðrúnu Arnarsdóttur. „Eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera“ Alls hefur Ísabella Sara spilað 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þar af tvo fyrir U-23 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. „Ég er virkilega ánægð með að koma til FC Rosengård. Að spila erlendis er eitthvað sem ég hef alltaf viljað gera. Sænska deildin er mjög sterk - það er líkamlegur styrkur og hraði hérna, svo það verður gaman,“ segir Ísabella við heimasíðu Rosengård. Hún mun klæðast treyju númer tíu og má spila strax í næsta leik Rosengård sem er við Växjö á laugardaginn. Rosengård er eins og fyrr segir ríkjandi meistari í Svíþjóð og leikur því í Meistaradeild Evrópu. Liðið, sem áður hét Malmö, hefur unnið fjórtán meistaratitla og þar af fjóra af síðustu sex. Rosengård hefur komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðustu tvö ár.
Besta deild kvenna Valur Sænski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira