„Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 22. mars 2025 16:42 Breiðablik - Valur Besta Deild Karla Haust 2024 vísir/diego Valur vann í dag Fylki 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins og hafa því lyft fyrsta titil sumarsins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með úrslitin. „Fylkismenn byrja leikinn af fullum krafti og ná svo að skora annað markið. Eftir það fannst mér við ná hægt og rólega að ná stjórn á leiknum og komumst í mjög góðar stöður. Við gátum jafnað í lok fyrri hálfleiks, fengum færi til þess,“ sagði Túfa eftir leikinn í Árbænum. „Í seinni hálfleik þurftum við bara að halda ró, við náum að jafna leikinn og vinna hann á endanum. Ég er bara mjög ánægður fyrir strákana, þeir hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur, búnar að æfa tvisvar á dag, allan janúar og allan febrúar. Þeir áttu skilið að lyfta bikar núna og taka þetta með okkur inn í tímabil.“ Fylkir komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Valsarar litu ekki vel út í byrjun leiks en Túfa var ekki ánægður með frammistöðu sinna mann þá. „Ég var mjög ósáttur og ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik. Fyrsta markið er bara innkast sjötíu metrum frá marki og við erum bara að horfa. Þeir bara labba í gegnum okkur og við erum ekkert að taka neina 50/50 baráttu,“ sagði Túfa. „Þegar annað markið kemur virkar það svolítið eins og „wake up call“. Þá stíga menn aðeins upp og fljótlega eftir þeirra seinna mark þá hægt og rólega förum við að smella saman og gerum betur varnarlega. Það var lykillinn og við náum að búa til færi og skora mark.“ Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil hjá Val sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Það er ekki hægt að horfa á leikinn í dag, hvernig sumarið verður. Við erum á réttri leið, og erum að gera rétta hluti dag eftir dag. Þegar maður er að gera rétta hluti og leggja mikið á sig þá gerast góðir hlutir á endanum,“ sagði Túfa. „Þetta verður langt og strangt tímabil, en aðalatriðið er að vera betri í því sem við erum að gera. Við erum á réttri leið, eigum langt í land og þurfum að halda áfram að leggja mjög hart að okkur.“ Lengjubikar karla Valur Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Fylkismenn byrja leikinn af fullum krafti og ná svo að skora annað markið. Eftir það fannst mér við ná hægt og rólega að ná stjórn á leiknum og komumst í mjög góðar stöður. Við gátum jafnað í lok fyrri hálfleiks, fengum færi til þess,“ sagði Túfa eftir leikinn í Árbænum. „Í seinni hálfleik þurftum við bara að halda ró, við náum að jafna leikinn og vinna hann á endanum. Ég er bara mjög ánægður fyrir strákana, þeir hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur, búnar að æfa tvisvar á dag, allan janúar og allan febrúar. Þeir áttu skilið að lyfta bikar núna og taka þetta með okkur inn í tímabil.“ Fylkir komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Valsarar litu ekki vel út í byrjun leiks en Túfa var ekki ánægður með frammistöðu sinna mann þá. „Ég var mjög ósáttur og ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik. Fyrsta markið er bara innkast sjötíu metrum frá marki og við erum bara að horfa. Þeir bara labba í gegnum okkur og við erum ekkert að taka neina 50/50 baráttu,“ sagði Túfa. „Þegar annað markið kemur virkar það svolítið eins og „wake up call“. Þá stíga menn aðeins upp og fljótlega eftir þeirra seinna mark þá hægt og rólega förum við að smella saman og gerum betur varnarlega. Það var lykillinn og við náum að búa til færi og skora mark.“ Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil hjá Val sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Það er ekki hægt að horfa á leikinn í dag, hvernig sumarið verður. Við erum á réttri leið, og erum að gera rétta hluti dag eftir dag. Þegar maður er að gera rétta hluti og leggja mikið á sig þá gerast góðir hlutir á endanum,“ sagði Túfa. „Þetta verður langt og strangt tímabil, en aðalatriðið er að vera betri í því sem við erum að gera. Við erum á réttri leið, eigum langt í land og þurfum að halda áfram að leggja mjög hart að okkur.“
Lengjubikar karla Valur Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira