Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 08:32 Grindvíkingar spila í treyjum merktum #TeamVarnargardar í sumar. UMFG/Baldur Kristjánsson Verktakarnir sem unnið hafa við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og stærstu birgjar þeirra, hafa nú tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Grindavíkur. Í kjölfar eldgosanna á Reykjanesskaga, sem talið er að haldi áfram á næstu dögum, missti knattspyrnudeild Grindavíkur sína helstu styrktaraðila enda urðu þeir flestir fyrir miklum áhrifum af völdum þessara náttúruhamfara. Nú hafa verktakarnir sem reistu varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og birgjar þeirra, hins vegar brugðist við og sameinast um að styðja við knattspyrnulið bæjarins. Eins og greint hefur verið frá á Vísi þá stefna Grindvíkingar áfram að því að tefla fram knattspyrnuliðum í sumar og samkvæmt plani mun karlalið félagsins spila sína heimaleiki í Lengjudeildinni í Grindavík, á Stakkavíkurvelli. Kvennaliðið hefur sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ. Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Vísi í síðasta mánuði að mönnum væri full alvara með því að stefna á að spila í bænum: „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Verktakarnir og birgjarnir sem ákveðið hafa að styðja við fótboltalið Grindavíkur eru: Ístak hf. Íslenskir Aðalverktakar hf Sveinsverk ehf Ingileifur Jónsson ehf Fossvélar Hefilverk ehf Skeljungur Klettur Kraftvélar Armar Ehf Berg Verktakar ehf Á nýjum treyjum Grindvíkinga sem sjá má hér að ofan er svo nýtt lógó sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu verkefninu lið með hönnun merkis og myndatöku. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira
Í kjölfar eldgosanna á Reykjanesskaga, sem talið er að haldi áfram á næstu dögum, missti knattspyrnudeild Grindavíkur sína helstu styrktaraðila enda urðu þeir flestir fyrir miklum áhrifum af völdum þessara náttúruhamfara. Nú hafa verktakarnir sem reistu varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og birgjar þeirra, hins vegar brugðist við og sameinast um að styðja við knattspyrnulið bæjarins. Eins og greint hefur verið frá á Vísi þá stefna Grindvíkingar áfram að því að tefla fram knattspyrnuliðum í sumar og samkvæmt plani mun karlalið félagsins spila sína heimaleiki í Lengjudeildinni í Grindavík, á Stakkavíkurvelli. Kvennaliðið hefur sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ. Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Vísi í síðasta mánuði að mönnum væri full alvara með því að stefna á að spila í bænum: „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Verktakarnir og birgjarnir sem ákveðið hafa að styðja við fótboltalið Grindavíkur eru: Ístak hf. Íslenskir Aðalverktakar hf Sveinsverk ehf Ingileifur Jónsson ehf Fossvélar Hefilverk ehf Skeljungur Klettur Kraftvélar Armar Ehf Berg Verktakar ehf Á nýjum treyjum Grindvíkinga sem sjá má hér að ofan er svo nýtt lógó sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu verkefninu lið með hönnun merkis og myndatöku.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Sjá meira