Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 07:31 Halldór B. Jónsson var Framari í húð og hár og hélt áfram að styðja við sitt félag þegar hann féll frá í fyrra. Samsett/Fram/Diego Utanaðkomandi styrkir til knattspyrnudeildar Fram voru rúmlega 143 milljónum króna hærri í fyrr en árið 2023. Þar spilar inn í veglegur arfur sem deildin fékk. Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum. Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum.
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31