Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 07:31 Halldór B. Jónsson var Framari í húð og hár og hélt áfram að styðja við sitt félag þegar hann féll frá í fyrra. Samsett/Fram/Diego Utanaðkomandi styrkir til knattspyrnudeildar Fram voru rúmlega 143 milljónum króna hærri í fyrr en árið 2023. Þar spilar inn í veglegur arfur sem deildin fékk. Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum. Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Halldór B. Jónsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Fram og fyrrum varaformaður KSÍ, lést 9. júlí í fyrra eftir veikindi, þá 75 ára gamall. Guðmundur Torfason, núverandi formaður knattspyrnudeildar Fram, staðfesti í samtali við Vísi að Halldór hefði haft sitt kæra félag í erfðaskránni og að um „dágóða upphæð“ væri að ræða. Guðmundur kvaðst hins vegar bundinn trúnaði varðandi nákvæma tölu. Ljóst er að arfurinn hefur þó áhrif á það að svokallaðir „aðrir styrkir“ í ársreikningi Fram voru tæplega 176,8 milljónir króna í fyrra samanborið við 33,4 milljónir 2023. Heiðursfélagi og formaður á gullskeiði Framarar minntust Halldórs fyrir viðureign Fram og KR í Bestu deild karla síðasta sumar þegar liðin mættust á heimavelli Fram í Úlfarsárdal. Þegar hann hafði heilsu til var Halldór fastagestur á heimaleikjum Framara. Halldór var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008 en hann var mikill drifkraftur á bakvið gríðarmikla velgengni Framara á níunda áratug síðustu aldar. Hann tók við formennsku knattspyrnudeildarinnar árið 1981. „Halldór og stjórnarmenn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meistaraflokk Fram, sem varð mjög sigursæll undir stjórn Ásgeirs Elíassonar þjálfara en liðið vann 15 bikara á sjö árum. Meðal annars varð félagið Íslandsmeistari þrisvar sinnum og bikarmeistari jafnoft,“ segir á heimasíðu Fram í grein um andlát Halldórs. Síðar varð Halldór varaformaður KSÍ og sá mikið um innra starf innan Knattspyrnusambands Íslands. Hann var til mynda formaður mótanefndar og formaður dómaranefndar til margra ára. Halldór var sæmdur heiðurskrossi KSÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins. Úr örlitlu tapi í 75 milljóna hagnað Arfurinn frá Halldóri nýtist Frömurum vel, meðal annars til að mæta hækkandi launakostnaði en samkvæmt ársreikningi hækkuðu laun og launatengd gjöld um tæpar fjörutíu milljónir á milli ára og voru 163,9 milljónir króna í fyrra. Tekjur af félagaskiptum voru í fyrra 7,4 milljónir samanborið við 27,6 milljónir árið 2023 og tekjur af miðasölu hækkuðu lítillega og voru rúmlega 19,1 milljón. Alls nam hagnaður síðasta árs 74,7 milljónum króna eftir hálfrar milljónar króna tap árið 2023. Heildareignir félagsins námu í árslok 114,1 milljón og eigið fé 77,9 milljónum.
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Stuðningsmaður arfleiddi Blika að 200 milljónum króna Stuðningsmaður Breiðabliks arfleiddi knattspyrnudeild félagsins að nærri 200 milljónum króna á árinu. Félagið gerir ekki ráð fyrir að nýta peninginn í beinan rekstur deildarinnar. 1. janúar 2023 19:31