Sér ekkert vopnahlé í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2025 12:46 Óskar Hallgrímsson ræddi við fréttastofu í Úkraínu í morgun. Vísir/Elín Margrét Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætla að ræða saman á morgun um mögulegt samkomulag um vopnahlé í Úkraínu. Á sama tíma héldu árásir Rússa áfram víðsvegar í Úkraínu í nótt. Elín Margrét Böðvarsdóttir, fréttamaður okkar er stödd í Úkraínu. Hún kom til Kænugarðs ásamt hópi íslenskra fréttamanna í gærkvöldi. „Og vöknuðum flest upp við loftvarnarflautur klukkan hálf eitt í nótt sem var auðvitað fyrir okkur sem erum ekki vön mjög sérkennileg upplifun. En þetta er daglegt brauð hjá þeim sem hérna búa. Við verðum hér í nokkra daga og ætlum að ræða við fólk, skoða og hlusta.“ Lík úkraínsks hermanns í Kursk héraði sem Rússar tóku yfir á dögunum. Rússneska varnarmálaráðuneytið tóku myndina og komu til AP fréttaveitunnar.AP Fjölmiðlafólkið er statt í litlu þorpi fyrir utan Kiev og ræddi Elín Margrét við konu frá Mariupol í morgun. Sú er ekkja eftir að maður hennar lést í innrásinni. Viðtalið verður spilað í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Elín hitti líka Óskar Hallgrímsson, ljósmyndara sem er búsettur ytra og hefur flutt fregnir af innrásinni undanfarin ár. Hann er ekki bjartsýnn á að af vopnahléi verði. „Ég tel líkurnar nánast engar. Rússar hafa þannig séð enga ástæðu til að hætta. Það er engin þrýstingur á þá hernaðarlega séð. Þeir eru ekki í slæmri stöðu upp á það að gera. Ég veit ekki hvað Pútín er að gera. Hann gæti verið að vefja Trump svolítið um fingur sér en ég tel nánast engar líkur á að það náist einhvers konar vopnahlé,“ segir Óskar. Hann er ánægður með Selenskí Úkraínuforseta að tala fyrir vopnahléi. „Selinsky sagði, ok stoppum, hættum að berjast, tölum saman. Ég er til í það. Á meðan Pútín sagði nákvæmlega sömu kröfu og hann hefur alltaf sagt. Hann hefur ekki breytt neinum kröfum frá því hann byrjaði stríðið.“ Pútín standi fastur á kröfu sinni að fá undir Rússland héruð í Úkraínu sem ráðist hefur verið inn í. „Héruð sem hann segist eiga og vill fá þau, hann hefur ekki breytt kröfum sínum neitt. Það er töluvert mikill munur og töluverð brú þar á milli.“ Elín Margrét segir hópinn dvelja á hóteli í miðborg Kænugarðs þar sem séu nokkuð góðar loftvarnir. Blaðamennirnir ætli að fara að öllu með gát við að afla frétta fyrir landsmenn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira