Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 14:49 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður Lengsta undirbúningstímabils í heimi. stöð 2 sport Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir. Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira