Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 14:38 Þessir skór eru meðal þeirra muna sem fundust í kjallara á búgarðinum. AP/Saksóknarar í Jalisco-héraði Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna. Síðan búgarðurinn, sem er skammt frá bænum La Estanzuela í Jalisco héraði fannst hafa yfirvöld á svæðinu sagt að þar hafi einnig fundist töluvert af skothylkjum og er talið að staðurinn hafi verið notaður sem þjálfunarbúðir fyrir glæpasamtök. Sjálfboðaliðarnir fundu búgarðinn eftir að þeim barst nafnlaus ábending um hann, samkvæmt leiðtoga þeirra. Rúmlega 120 þúsund Mexíkóar eru týndir, samkvæmt opinberum gögnum sem byrjað var að safna árið 1962 og AP fréttaveitan vitnar í. Talið er að það sé algjört lágmark. Staðir sem þessir hafa fundist reglulega í landinu á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna þess að ættingjar hinna týndu vinna í meira mæli þá vinnu sem yfirvöld hafi ekki gert nægjanlega vel hingað til. Það er að leita að týndu fólki. Lögregluþjónar fundu búgarðinn fyrst í september og leituðu þá þar en þeir fundu ekki líkbrennsluna og hina munina, að nokkrum skothylkjum og einhverjum beinflísum undanskildum. Lögregluþjónar fundu þó tvær manneskjur sem voru í haldi á bústaðnum og eitt lík vafið í plast. Leitinni var þó hætt en ekki liggur fyrir af hverju. Izaguirre Ranch búgarðurinn í Mexíkó. Ríkissaskóknari landsins hefur tekið yfir rannsókn þar eftir að sjálfboðaliðar fundu líkbrennsluofna og aðra muni sem benda til þess að fjölmargir hafi verið brenndir þar.AP/Alejandra Leyva Ekki búið að bera kennsl á lík Sjálfboðaliðarnir hafa birt myndir af þeim 493 munum sem hafa fundist á búgarðinum en samkvæmt frétt El País hefur fyrirspurnum rignt yfir þá frá ættingjum þeirra þúsunda sem eru týndir í landinu. Í einhverjum tilfellum er fólk að spyrjast fyrir um ættmenni sín sem hurfu fyrir mörgum árum og hafa þau engin svör fengið. New York Times segir ekki búið að bera kennsl á eitt lík í búgarðinum og er ekki heldur vitað hverjir eða hvaða glæpasamtök stjórnuðu honum. Ríkissaksóknari Mexíkó tók í þessari viku yfir rannsókninni að ósk Claudia Sheinbaum, forseta Mexíkó. Leitað á búgarðinum.AP/Marco Ugarte Talið er mögulegt að búgarðurinn hafi verið undir stjórn glæpamanna Jalicso-samtakanna. Það eru nokkuð umsvifamikil glæpasamtök sem hafa verið að styrkja stöðu sína í Mexíkó á undanförnum árum og þá aðallega með framleiðslu Fentanyls og sölu þess í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einnig stundað ólöglegt skógarhögg, mansal og fjárkúgun, svo eitthvað sé nefnt. Fentanyl hefur dregið fjölda fólks til dauða í Bandaríkjunum og víðar á undanförnum árum og hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótað því að beita her sínum gegn glæpasamtökum Mexíkó. Þá hafa mikil átök milli glæpagengja í Mexíkó valdið gífurlegum usla og hafa fjölmörg ódæði verið framin þar vegna þeirra. Segjast hafa verið þvingaðir til að brenna lík Spjótin hafa meðal annars beinst að Jalisco samtökunum vegna umsvifa þeirra í samnefndu héraði og hafa þau verið bendluð við fjölda morða, mannshvarfa og fjöldagrafir sem fundist hafa á svæðinu. Sjálfboðaliðarnir sem fundu búgarðinn segja að í kjölfarið hafi þeir fengið skilaboð frá nokkrum aðilum sem sögðust hafa fengið þar þjálfun í vopnabeitingu og pyntingum. Þeir sögðu búgarðinn einnig hafa verið notaðan til að láta fórnarlömb glæpamanna hverfa. Leiðtogi sjálfboðaliðanna sagði skilaboðin hafa komið frá ungum frá öðrum héruðum Mexíkó sem hefðu verið plataðir til Jalisco undir fölskum forsendum og fluttir á búgarðinn. Einn maður sagði þeim að hann hefði verið þvingaður til að brenna lík og það hefði verið hluti af þjálfun hans. Ef þeir neituðu voru þeir stundum myrtir og fóðraðir ljónum. Rannsóknin á búgarðinum er nokkuð umfangsmikil.AP/Marco Ugarte Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Síðan búgarðurinn, sem er skammt frá bænum La Estanzuela í Jalisco héraði fannst hafa yfirvöld á svæðinu sagt að þar hafi einnig fundist töluvert af skothylkjum og er talið að staðurinn hafi verið notaður sem þjálfunarbúðir fyrir glæpasamtök. Sjálfboðaliðarnir fundu búgarðinn eftir að þeim barst nafnlaus ábending um hann, samkvæmt leiðtoga þeirra. Rúmlega 120 þúsund Mexíkóar eru týndir, samkvæmt opinberum gögnum sem byrjað var að safna árið 1962 og AP fréttaveitan vitnar í. Talið er að það sé algjört lágmark. Staðir sem þessir hafa fundist reglulega í landinu á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna þess að ættingjar hinna týndu vinna í meira mæli þá vinnu sem yfirvöld hafi ekki gert nægjanlega vel hingað til. Það er að leita að týndu fólki. Lögregluþjónar fundu búgarðinn fyrst í september og leituðu þá þar en þeir fundu ekki líkbrennsluna og hina munina, að nokkrum skothylkjum og einhverjum beinflísum undanskildum. Lögregluþjónar fundu þó tvær manneskjur sem voru í haldi á bústaðnum og eitt lík vafið í plast. Leitinni var þó hætt en ekki liggur fyrir af hverju. Izaguirre Ranch búgarðurinn í Mexíkó. Ríkissaskóknari landsins hefur tekið yfir rannsókn þar eftir að sjálfboðaliðar fundu líkbrennsluofna og aðra muni sem benda til þess að fjölmargir hafi verið brenndir þar.AP/Alejandra Leyva Ekki búið að bera kennsl á lík Sjálfboðaliðarnir hafa birt myndir af þeim 493 munum sem hafa fundist á búgarðinum en samkvæmt frétt El País hefur fyrirspurnum rignt yfir þá frá ættingjum þeirra þúsunda sem eru týndir í landinu. Í einhverjum tilfellum er fólk að spyrjast fyrir um ættmenni sín sem hurfu fyrir mörgum árum og hafa þau engin svör fengið. New York Times segir ekki búið að bera kennsl á eitt lík í búgarðinum og er ekki heldur vitað hverjir eða hvaða glæpasamtök stjórnuðu honum. Ríkissaksóknari Mexíkó tók í þessari viku yfir rannsókninni að ósk Claudia Sheinbaum, forseta Mexíkó. Leitað á búgarðinum.AP/Marco Ugarte Talið er mögulegt að búgarðurinn hafi verið undir stjórn glæpamanna Jalicso-samtakanna. Það eru nokkuð umsvifamikil glæpasamtök sem hafa verið að styrkja stöðu sína í Mexíkó á undanförnum árum og þá aðallega með framleiðslu Fentanyls og sölu þess í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einnig stundað ólöglegt skógarhögg, mansal og fjárkúgun, svo eitthvað sé nefnt. Fentanyl hefur dregið fjölda fólks til dauða í Bandaríkjunum og víðar á undanförnum árum og hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótað því að beita her sínum gegn glæpasamtökum Mexíkó. Þá hafa mikil átök milli glæpagengja í Mexíkó valdið gífurlegum usla og hafa fjölmörg ódæði verið framin þar vegna þeirra. Segjast hafa verið þvingaðir til að brenna lík Spjótin hafa meðal annars beinst að Jalisco samtökunum vegna umsvifa þeirra í samnefndu héraði og hafa þau verið bendluð við fjölda morða, mannshvarfa og fjöldagrafir sem fundist hafa á svæðinu. Sjálfboðaliðarnir sem fundu búgarðinn segja að í kjölfarið hafi þeir fengið skilaboð frá nokkrum aðilum sem sögðust hafa fengið þar þjálfun í vopnabeitingu og pyntingum. Þeir sögðu búgarðinn einnig hafa verið notaðan til að láta fórnarlömb glæpamanna hverfa. Leiðtogi sjálfboðaliðanna sagði skilaboðin hafa komið frá ungum frá öðrum héruðum Mexíkó sem hefðu verið plataðir til Jalisco undir fölskum forsendum og fluttir á búgarðinn. Einn maður sagði þeim að hann hefði verið þvingaður til að brenna lík og það hefði verið hluti af þjálfun hans. Ef þeir neituðu voru þeir stundum myrtir og fóðraðir ljónum. Rannsóknin á búgarðinum er nokkuð umfangsmikil.AP/Marco Ugarte
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira