Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 10:23 Palestínskar konur hughreysta hvora aðra eftir að ástvinir þeirra féllu í loftárás á Gasaströndinni á dögunum. AFP/Omar Al-Qattaa Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni. Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49
Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25
„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15