Mannskæð átök í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 14:13 Víða hefur verið mótmælt í Sýrlandi. Eftir því hvar mótmælin hafa verið haldin haffa þau annað hvort verið til stuðnings nýrrar ríkisstjórnar eða gegn henni. AFP/Ho Sana Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær. Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið stjórn á nokkrum þorpum og bæjum í héruðunum í nótt. Ráðamenn í Sýrlandi segja umrædda uppreisnarmenn vera leifar stjórnarhers Assads og er búið að setja á útgöngubann í báðum héruðum. Fregnir eru á miklu reiki og þar til viðbótar hefur alls kyns áróður verið umfangsmikill í Sýrlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Fregnir hafa þó borist af því að tugir séu látnir og hafa vopnaðir menn á vegum nýrra stjórnvalda Sýrlands verið sakaðir um hefndaraðgerðir vegna árásanna. Í samtali við Reuters segja íbúar í Lataíkíaborg að skotbardagar hafi átt sér stað um langt skeið. Svipaðar fregnir hafa borist annars staðar frá og virðist sem öryggissveitir hafi haft yfirhöndina. Ásakanir um hefndaraðgerðir Myndbönd í dreifingu á samfélagsmiðlum sýna fjölda líka á götum þorpa í Latakía en þar eiga menn að hafa verið teknir af lífi af öryggissveitum, eftir að liðsauki barst. Í frétt New York Times er vitnað í ríkismiðla þar sem fólk er hvatt til að halda kyrru fyrir heima hjá sér meðan öryggissveitir leita uppreisnarmanna. Frá því Hafez al-Assad faðir Bashars tók völd í Sýrlandi eftir röð valdarána á sjöunda áratug síðustu aldar hafa Alavítar verið við stjórnartaumana, meðal annars innan stjórnarhers Sýrlands og öðrum stofnunum, þó þjóðflokkurinn sé í raun minnihlutahópur í Sýrlandi. Eftir fall Assads og flótta hans til Rússlands hefur Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), nýr leiðtogi Sýrlands, lagt mikið kapp á að reyna að koma í veg fyrir hefndarárásir gegn Alavítum. Margir Alavítar úr stjórnarher Assads hafa gefið sig fram og afhent nýjum yfirvöldum vopn sín á undanförnum mánuðum en aðrir hafa myndað uppreisnarhópa og gert skyndiárásir gegn öryggissveitum. Þær árásir náðu ákveðnu hámarki í gær.
Sýrland Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02 Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. 6. mars 2025 17:02
Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. 29. janúar 2025 21:41