Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 21:41 Ahmad al-Sharaa, er formlega orðinn forseti Sýrlands, samkvæmt ríkismiðli landsins. AP/Mosa'ab Elshamy Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá. Sýrland Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá.
Sýrland Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira