Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 6. mars 2025 16:05 PostNord, póstþjónusta Danmerkur mun hætta bréfasendingum í lok árs. Unsplash/Andersen Jensen PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía. Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Samkvæmt frétt BBC um málið lýkur þar með 400 ára sögu póstburðarþjónustunnar. Byrjað verður að taka niður 1500 pósthólf í Danmörku í byrjun júní. Thomas Danielssen, samgönguráðherra Danmerkur veitti löndum sínum huggun með þeim orðum að bréf yrðu áfram send þar sem frjáls markaður væri fyrir bréfa- og pakkasendingar. Póstþjónustufyrirtæki víðar í Evrópu standa frammi fyrir sama vanda þar sem bréfasendingum hefur fækkað víðast hvar í álfunni. Deutsche Post sagði nýlega upp átta þúsund starfsmönnum. Aðrir starfsmenn sögðust óttast frekari uppsagnir, segir í fréttinni. Þá segir einnig að fimmtán hundruð starfsmenn dönsku póstþjónustunnar eigi von á uppsögn af þeim 4500 sem starfa hjá fyrirtækinu. Bréfasendingum hefur fækkað um meira en 90% frá 200-2024.PostNord Í viðtali við dönsku sjónvarpsstöðina DR sagði Anders Raun Mikkelsen að þetta væri sorgardagur. Ekki aðeins fyrir póstþjónustuna heldur þá fimmtán hundruð starfsmenn sem sjá fram á að missa vinnuna. Danmörk er eitt af tæknivæddustu þjóðum heims. Þar eru snjallforrit notuð fyrir ýmsa þjónustu, fáir nota lengur peningaseðla og eru flestir Danir með ökuskírteinin sín og heilsutryggingakort í snjallsímunum sínum. Bankayfirlit, reikningar og póstur frá yfirvöldum er nú á rafrænu formi. Opinber þjónusta og samskipti í gegnum Digital Post-snjallforritið og aðrar þjónustuleiðis PostNord Denmark segir að markaður fyrir bréfasendingar standi ekki lengur undir sér. Bréfasendingum hefur fækkað úr 1.4 milljörðum í 119 milljónir frá upphafi aldarinnar og þar til nú. Þá segir einnig í fréttinni að ákvörðunin mun hafa mest áhrif á eldra fólk. Þrátt fyrir að 95% Dana noti nú rafræna póstþjónustu mun þetta hafa áhrif á 271.000 manns sem enn reiða sig á bréfpóst. Þá helst á bréf er varða tímabókanir vegna heilbrigðisþjónustu, bólusetningar og ákvarðanir er varða heimahjúkrun. PostNord hefur lengi átt í rekstrarörðugleikum og var botninum náð á síðasta ári. PostNord mun hætta að senda bréf í lok árs 2025.EPA Danski þingmaðurinn Pelle Dragsted sagði að um væri að kenna aukinni einkavæðingu og sagði að ákvörðunin kæmi verst niður á þeim sem búa á strjálbýlli svæðum. Ný reglugerð sem var samþykkt árið 2024 opnaði markaðinn fyrir samkeppni frá einkafyrirtækjum auk þess sem póstur var ekki lengur undanskilinn virðisaukaskatti sem leiddi til hærri kostnaðar við bréfasendingar. Einnig ræddi BBC við Kim Pedersen, framkvæmdastjóri PostNord sagði að þjónustan myndi nú einblína á pakkasendingar og að frímerki sem hafi verið keypt á þessu ári eða árið 2024 verði hægt að fá endurgreidd innan ákveðins tímaramma árið 2026. PostNord starfar bæði í Svíþjóð og Danmörku og er 40 prósent í eigu Dana og 60 prósent í eigu Svía.
Danmörk Neytendur Tækni Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira