Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2025 00:11 Selenskí ræddi við fréttamann Fox News í 25 mínútur í kvöld í framhaldi af fundinum með Trump í Hvíta húsinu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ítrekaði þakklæti sitt til bandarísku þjóðarinnar í viðtali á Fox sjónvarpsstöðinni vestra í kvöld í framhaldi af því sem mætti kalla hitafund forsetans með forseta og varaforseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í kvöld. Í tæplega hálftíma viðtali talaði Selenskí aldrei illa um Bandaríkjaforseta, baðst ekki afsökunar og sagði mikilvægt að samskipti væri hreinskiptin. Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Fundurinn hefur vakið mikla umræðu og hafa flestir leiðtogar Evrópu, þar á meðal á Íslandi, fordæmt hegðun Donald Trump Bandaríkjaforseta á fundinum og ítrekað stuðning sinn við Úkraínu. Á fundinum helltu Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Selenskí lét fundinn ekki slá sig út af laginu og mætti í viðtal á Fox í framhaldinu. Þar hélt hann ró sinni og sagði mikilvægt að geta átt hreinskiptin samskipti við leiðtoga Bandaríkjanna. „Jafnvel í svona erfiðri orðræðu verðum við að að vera heiðarlega og skilja hver annan. Það er mikilvægt,“ sagði Selenskí. Fundurinn hefði komið illa út fyrir báða aðila og suma hluti væri líklega betra að ræða utan kastljóss fjölmiðlanna. Með fullri virðingu fyrir lýðræðinu. Það sem skipti Úkraínu miklu máli væri að vita að Bandaríkin stæðu með þeim. Vinir og óvinir „Ég get ekki breytt afstöðu okkar Úkraínumanna til Rússa. Bandaríkjamenn eru bestu vinir okkar, Evrópubúar eru bestu vinir okkar og Rússar eru óvinir okkar,“ sagði Selenskí. Það þýddi ekki að Úkraína vildi ekki semja um frið við Rússland. En Úkraínumenn þyrftu tryggingu fyrir langtímafriði. Dæmin sýndu sig að Rússum væru illa treystandi enda hefði Vladimír Pútín Rússlandsforseti endurtekið rofið vopnahlé. Hann tók ekki undir að Trump væri stuðningsmaður Pútín. Trump hefði sjálfur sagst vera í miðjunni en Selenskí kysi þó að Trump hallaði sér í áttina að Úkraínu. Það væri ekki eins og stríðið hefði byrjað einhvers staðar miðja vegu á milli Úkraínu og Rússlands. Rússar hefðu ráðist inn í Úkraínu, fyrst 2014 og svo aftur 2022. Að sama skapi vilji Úkraínumenn ekki upplifa þetta aftur. Fréttamaður Fox spurði Selenskí í tvígang hvort hann ætlaði að biðja Trump afsökunar vegna fundarins í kvöld. Selenskí svaraði spurningunni ekki beint en ítrekaði nauðsyn á hreinskiptum samskiptum. „Ég er ekki viss um að við höfum gert nokkuð slæmt,“ sagði Selenskí um samtal þeirra Trump á fundinum í kvöld. Tengslin ríkari en þau milli forsetanna Úkraína væri ekki að beita neina þrýstingi heldur leita eftir aðstoð frá vinaþjóðum sínum. Selenskí var spurður hvort hægt væri að bjarga sambandi hans við Trump forseta eftir fundinn í kvöld. „Já, auðvitað. Tengsl okkar eru ríkari en á milli tveggja forseta. Það eru sterk tengsl á milli þjóða okkar. Þess vegna færi ég ykkar þjóð alltaf þakkir frá okkar fólki.“ Bandaríkin hafi hjálpað við að bjarga fólki, passa upp á mannréttindi og fyir það sé Úkraína þakklát. Þá þakkaði fréttmaður Fox honum fyrir að mæta í fyrirfram planað viðtal þrátt fyrir uppákomuna í Hvíta húsinu. Trump ræddi við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið að fundinum loknum. Hann sagði Selenskí hafa farið fram úr sér á fundinum enda væri hann ekki með nein tromp á hendi. Sjálfur væri Trump í leit að friði en ekki áframhaldandi stríði. Selenskí sé í leit að frekara stríði en Trump vilji ljúka því.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira