Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 23:21 Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að tjá Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta stuðning sinn eftir erfiðan fund hans í Washington. Vísir/Samsett Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa keppst við að lýsa yfir stuðningi sínum við Úkraínu og Vólódímír Selenskí forseta eftir fund hans með Bandaríkjaforseta og varaforseta. Á fundinum helltu Donald Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjunum fjórvegis fyrir stuðning sinn í færslu á samfélagsmiðlum og virðist hafa tekið ávítur Trumps um vanþakklæti til sín en hann hefur þakkað hátt í þrátíu þjóðarleiðtogum persónulega fyrir stuðningsyfirlýsingar sínar. Ísland stendur með Úkraínu Hér heima hafa bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tjáð sig á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla og undirstrikað áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu að það hefði verið sorglegt að horfa upp á fundinn. Sjá einnig: „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ sagði hún meðal annars. Kristrún Frostadóttir birti einnig færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði Ísland ekki munu gefast upp á Úkraínu og hét Selenskí stuðning sinn. Norðurlönd standa með Úkraínu Sami tónn er í ráðamönnum á Norðurlöndunum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segir Danmörku standa stolta með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur skrifaði einnig færslu á Facebook en hann horfði á fundinn ásamt embættisbróður sínum í Færeyjum Høgna Hoydal en þar er hann staddur á fundi. „Og ég held í sannleika sagt að við höfum verið jafnþrumulostnir. Þetta er högg í þindina fyrir Úkraínu og þetta var alls ekki það sem við þurftum á að halda akkúrat núna,“ skrifaði hann meðal annars. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði að það sem hann sá í Hvíta húsinu í dag hafi verið alvarlegt og niðurdrepandi í senn. Úkraína þurfi enn á stuðningi Bandaríkjanna að halda. Þetta er meðal þess sem hann skrifaði á Facebook-síðu sinni. Noregur standi með Úkraínu í frelsisbaráttu þeirra. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar tekur í sama streng. „Svíþjóð stendur með Úkraínu. Þið berjist ekki aðeins fyrir ykkar frelsi heldur einnig Evrópu allrar. Slava Ukraini!“ skrifar hann á samfélagsmiðlinum X. Evrópa stendur með Úkraínu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, António Costa, formaður Evrópuráðs og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, birtu öll sameiginlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum bæði á úkraínsku og ensku. „Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus. Þú stendur aldrei einn, kæri Selenskí forseti,“ skrifa þau meðal annars og segjast munu halda áfram að vinna með honum að réttlátum og varanlegum friði. Your dignity honors the bravery of the Ukrainian people.Be strong, be brave, be fearless. You are never alone, dear President @ZelenskyyUa.We will continue working with you for a just and lasting peace.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) February 28, 2025 Í samtali við fréttastofu vakti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra athygli á ummælum Köju Kallas en hún er utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Ummælin eru afdráttarlaus og til marks um hve alvarlega evrópskir ráðamenn taka stöðunni sem upp er komin, að sögn Þorgerðar Katrínar. „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga. Það er upp á okkur Evrópumenn komið að taka þessari áskorun,“ skrifar hún en Bandaríkjaforsetar kalla sig gjarnan leiðtoga hins frjálsa heims. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar út eftir fundinn en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ræddi hann við bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í kvöld. Í skriflegu svari við fyrirspurn breska ríkisútvarpsins segir að Starmer hafi ítrekað óhaggandi stuðning Bretlands við Úkraínu og að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná fram friði með fullveldi og öryggi Úkraínu að leiðarljósi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Rússa vera árásaraðilann og Úkraínumenn þá sem ráðist er á. Hann ræddi við blaðamenn í kjölfar fundarins en hann er staddur í Portúgal.Hann sagði að það væri mikilvægt að sýna þeim virðingu sem barist hafa frá upphafi fyrir virðingu sinni, réttindum og öryggi í Evrópu. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, segir Þýskaland og Evrópu alla standa með Úkraínu. „Úkraína getur stólað á óhaggandi stuðning frá Þýskalandi, Evrópu og víðar að. Vörn þeirra á lýðræði og barátta þeirra fyrir friði og öryggi er okkar,“ skrifar hún á samfélagsmiðlum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar segir Spán einnig standa með Úkraínu í færslu á samfélagsmiðlum. Þakkar Trump fyrir hugrekki sitt Ekki eru þó allir á eitt hneykslaðir á framkomu Bandaríkjaforseta og annar tónn heyrðist, kannski fyrirsjáanlega, í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta og stuðningsmaður Pútíns til margra ára. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlum. Strong men make peace, weak men make war.Today President @realDonaldTrump stood bravely for peace. Even if it was difficult for many to digest. Thank you, Mr. President!— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) February 28, 2025 Þannig þakkar Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Trump fyrir að hafa haft hugrekkið til að standa með friði. Hann segir veiklynda menn stunda stríðsrekstur en sterka semja um frið. „Í dag stóð Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir friði af hugrekki. Jafnvel þó að það hafi reynst mörgum erfitt að melta. Þakka þér, herra forseti!“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðlum. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Donald Trump Tengdar fréttir „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Á fundinum helltu Donald Trump forseti og J.D. Vance varaforseti sér yfir Selenskí, brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gæfi þeim ekki aðgang að verðmætum auðlindum og svo kórónaði Bandaríkjaforseti þetta allt saman með því að vísa Selenskí á dyr, aflýsa blaðamannafundi sem til stóð og segja svo í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að Selenskí mætti koma aftur þegar hann væri orðinn „tilbúinn fyrir frið.“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjunum fjórvegis fyrir stuðning sinn í færslu á samfélagsmiðlum og virðist hafa tekið ávítur Trumps um vanþakklæti til sín en hann hefur þakkað hátt í þrátíu þjóðarleiðtogum persónulega fyrir stuðningsyfirlýsingar sínar. Ísland stendur með Úkraínu Hér heima hafa bæði forsætisráðherra og utanríkisráðherra tjáð sig á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla og undirstrikað áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði í samtali við fréttastofu að það hefði verið sorglegt að horfa upp á fundinn. Sjá einnig: „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ sagði hún meðal annars. Kristrún Frostadóttir birti einnig færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagði Ísland ekki munu gefast upp á Úkraínu og hét Selenskí stuðning sinn. Norðurlönd standa með Úkraínu Sami tónn er í ráðamönnum á Norðurlöndunum. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segir Danmörku standa stolta með Úkraínu og úkraínsku þjóðinni. Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur skrifaði einnig færslu á Facebook en hann horfði á fundinn ásamt embættisbróður sínum í Færeyjum Høgna Hoydal en þar er hann staddur á fundi. „Og ég held í sannleika sagt að við höfum verið jafnþrumulostnir. Þetta er högg í þindina fyrir Úkraínu og þetta var alls ekki það sem við þurftum á að halda akkúrat núna,“ skrifaði hann meðal annars. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði að það sem hann sá í Hvíta húsinu í dag hafi verið alvarlegt og niðurdrepandi í senn. Úkraína þurfi enn á stuðningi Bandaríkjanna að halda. Þetta er meðal þess sem hann skrifaði á Facebook-síðu sinni. Noregur standi með Úkraínu í frelsisbaráttu þeirra. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar tekur í sama streng. „Svíþjóð stendur með Úkraínu. Þið berjist ekki aðeins fyrir ykkar frelsi heldur einnig Evrópu allrar. Slava Ukraini!“ skrifar hann á samfélagsmiðlinum X. Evrópa stendur með Úkraínu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, António Costa, formaður Evrópuráðs og Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, birtu öll sameiginlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum bæði á úkraínsku og ensku. „Vertu sterkur, vertu hugrakkur, vertu óttalaus. Þú stendur aldrei einn, kæri Selenskí forseti,“ skrifa þau meðal annars og segjast munu halda áfram að vinna með honum að réttlátum og varanlegum friði. Your dignity honors the bravery of the Ukrainian people.Be strong, be brave, be fearless. You are never alone, dear President @ZelenskyyUa.We will continue working with you for a just and lasting peace.— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) February 28, 2025 Í samtali við fréttastofu vakti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra athygli á ummælum Köju Kallas en hún er utanríkisráðherra Evrópusambandsins. Ummælin eru afdráttarlaus og til marks um hve alvarlega evrópskir ráðamenn taka stöðunni sem upp er komin, að sögn Þorgerðar Katrínar. „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga. Það er upp á okkur Evrópumenn komið að taka þessari áskorun,“ skrifar hún en Bandaríkjaforsetar kalla sig gjarnan leiðtoga hins frjálsa heims. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki gefið neinar yfirlýsingar út eftir fundinn en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins ræddi hann við bæði Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í kvöld. Í skriflegu svari við fyrirspurn breska ríkisútvarpsins segir að Starmer hafi ítrekað óhaggandi stuðning Bretlands við Úkraínu og að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að ná fram friði með fullveldi og öryggi Úkraínu að leiðarljósi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Rússa vera árásaraðilann og Úkraínumenn þá sem ráðist er á. Hann ræddi við blaðamenn í kjölfar fundarins en hann er staddur í Portúgal.Hann sagði að það væri mikilvægt að sýna þeim virðingu sem barist hafa frá upphafi fyrir virðingu sinni, réttindum og öryggi í Evrópu. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, segir Þýskaland og Evrópu alla standa með Úkraínu. „Úkraína getur stólað á óhaggandi stuðning frá Þýskalandi, Evrópu og víðar að. Vörn þeirra á lýðræði og barátta þeirra fyrir friði og öryggi er okkar,“ skrifar hún á samfélagsmiðlum. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar segir Spán einnig standa með Úkraínu í færslu á samfélagsmiðlum. Þakkar Trump fyrir hugrekki sitt Ekki eru þó allir á eitt hneykslaðir á framkomu Bandaríkjaforseta og annar tónn heyrðist, kannski fyrirsjáanlega, í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta og stuðningsmaður Pútíns til margra ára. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlum. Strong men make peace, weak men make war.Today President @realDonaldTrump stood bravely for peace. Even if it was difficult for many to digest. Thank you, Mr. President!— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) February 28, 2025 Þannig þakkar Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Trump fyrir að hafa haft hugrekkið til að standa með friði. Hann segir veiklynda menn stunda stríðsrekstur en sterka semja um frið. „Í dag stóð Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrir friði af hugrekki. Jafnvel þó að það hafi reynst mörgum erfitt að melta. Þakka þér, herra forseti!“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðlum.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Donald Trump Tengdar fréttir „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. 28. febrúar 2025 21:33
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52
Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 18:55