„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 21:33 Þorgerður Katrín segir ljóst að Evrópa þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Sjá meira
Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52