Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 18:55 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti. AP/Mystyslav Chernov Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira