„Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 21:33 Þorgerður Katrín segir ljóst að Evrópa þurfi að standa saman sem aldrei fyrr. Vísir/Arnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld. Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Trump vísaði Selenskí á dyr eftir að upp úr sauð á fundi þeirra og var blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum aflýst. Donald Trump og J.D. Vance brigsluðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og sögðu hann hætta á heimsstyrjöld. Þorgerður Katrín segir sorglegt hafa verið að horfa upp á framkomu Trump í garð Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. „Það var nöturlegt að horfa upp á þetta samtal,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðbrögð ráðamanna í Evrópu harkaleg og skýr og bendir á ummæli Köju Kallas utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að ljóst væri að hinn frjálsi heimur þyrfti nýjan leiðtoga í því samhengi. En það er algengt viðurnefni Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti vestanhafs. „Það eru alveg skýr skilaboð frá Evrópu og Evrópusambandinu og það sama gildir um okkur Íslendinga. Við Íslendingar stöndum með Úkraínu gegn þessu árasarstríði Rússa sem brýtur reglulega gegn öllum alþjóðalögum,“ segir Þorgerður Katrín. „Það er allt óútreiknanlegt sem kemur frá Bandaríkjunum núna því miður, frá þessari mikilvægu vinaþjóð okkar sem við höfum haft góða reynslu af í öll þessi ár. Þetta var ekki fallegasta birtingarmynd af því hvernig alþjóðasamskipti eiga að vera á milli tveggja lýðræðisþjóða,“ segir hún. „Evrópa þarf að standa saman sem aldrei fyrr. Það eru skýrustu skilaboðin frá þessum fundi,“ segir hún.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49 Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 28. febrúar 2025 20:49
Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Upp úr sauð og Trump sagði Selenskí vanþakklátan og leika sér að heimsstyrjöld. 28. febrúar 2025 19:52
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent