Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 20:00 Magnús Skúlason arkitekt og Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, vilja breytingar við hönnun byggðar. Vísir/Stefán Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu. Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús. Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira
Þverfaglegur hópur tíu sérfræðinga í hönnun byggðar hefur stofnað undirskriftalista þar sem kallað er eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Krafist er tafarlausra aðgerða til að stöðva núverandi þróun borgar og bæja hérlendis. „Við erum á þeirri stund og stað að okkur ofbýður algjörlega hvað er að gerast í byggð Reykjavíkur. Hún er að verða svo ljót að okkur ofbýður algjörlega og við erum að kalla eftir fegurð,“ segir Magnús Skúlason arkitekt. „Fjárhagslegar og efnahagslegar forsendur eru að vega allt of þungt og á kostnað almannaheillar. Við erum ekki að hanna umhverfi sem er að mæta þörfum fólks, hvernig við erum að skynja okkar umhverfi, hvernig við upplifum okkar umhverfi, hvað er gott fyrir heilsu okkar og velferð. Þannig við viljum að það sé staldrað við og við förum að líta aðeins í kringum okkur og sjá hvað við getum gert öðruvísi en við erum að gera núna,“ segir Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði. Byggingarstíllinn hafi breyst gríðarlega í Reykjavík síðustu ár. Allflest nýjar byggingar séu ljótar og illa skipulagðar. Hlíðarendahverfið sé gott dæmi um það. „Að okkar mati, og ég get líka vísað til sálfræðilegra rannsókna og á samspili fólks og umhverfi, er þetta ekki umhverfi sem hentar okkur. Þetta er ekki uppbyggilegt, þetta er ekki heilsusamlegt umhverfi á svo margan hátt,“ segir Páll. Þá séu flestar nýbyggingar allt of háar. „Við getum varla byggt mikið hærra en þrjá og hálfa hæð. Ef við byggjum upp fyrir það kemur vindurinn og truflar allt. hann ruglast og fer að blása í allar áttir, fara eftir götunum og trufla fólk. Þannig við verðum að passa upp á þessar húsahæðir,“ segir Magnús.
Arkitektúr Tíska og hönnun Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Umhverfismál Heilsa Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Sjá meira