Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kaup­samningar fleiri í októ­ber þrátt fyrir ó­vissu á lána­markaði

Yfir þúsund kaupsamningum var þinglýst í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði og voru þeir nokkru fleiri en í mánuðinum á undan. Íbúðalán á breytilegum vöxtum eru nú nánast ófáanleg hjá bönkunum en lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn kynnt breytingar á lánaframboði og er ljóst að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað umfram kjör annarra á síðustu vikum, auk þess sem færri lánaform standa þeim til boða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

57 eignir óska eftir eig­endum

Um þessar mundir finnast hvorki meira né minna en 57 íbúðir til sölu sé leitað eftir fasteignum á Siglufirði á fasteignavef Vísis. Þetta getur ekki annað en talist gríðarlegur fjöldi íbúða í byggðarlagi þar sem íbúar voru 1.163 í ársbyrjun.

Skoðun
Fréttamynd

Grund­vallar­at­riði að auka lóðaframboð

Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Hver vakir yfir þínum hags­munum sem fasteignaeiganda?

Fyrir flest eru kaup á fasteign ein stærsta og verðmætasta fjárfesting sem farið er í á lífsleiðinni. Það er dýrt að kaupa fasteign og margir gera sér ef til vill ekki grein fyrir þeim kostnaði sem felst í því að eiga svo fasteignina og reka hana. Ýmis gjöld, viðhaldskostnaður og annar kostnaður leggst óumflýjanlega á fasteignaeigendur.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að stóru stofurnar gætu orðið ein­ræðis­herrar í eftir­liti

Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila.

Innlent
Fréttamynd

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kíkt í húsnæði­s­pakkann

Ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka á blaðamannafundi í Úlfarsárdal í síðustu viku. Húsnæðispakkinn saman­stendur af 18 aðgerðum sem Viðskiptaráð hefur nú metið með tilliti til efnahagslegra áhrifa. Niðurstaðan er að þriðjungur aðgerðanna hefur jákvæð áhrif, þriðjungur lítil áhrif og þriðjungur neikvæð áhrif. Kíkjum í pakkann og sjáum hvað aðgerðirnar fela í sér.

Skoðun
Fréttamynd

Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira

Fjármálaráðherra segist telja ríkisstjórnina hafa gert nóg til þess að gera peningastefnunefnd Seðlabankans kleift að lækka vexti. Nýjustu vendingar líkt og vaxtadómurinn og lokun Norðuráls kalli að hans mati á að vaxtalækkunarferlinu verði flýtt og að það verði brattara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að vera hús­byggjandi

Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun.

Skoðun
Fréttamynd

Langt í frá að málinu sé lokið

Búseti íhugar alvarlega að leita réttar síns fyrir dómstólum til að verja hagsmuni íbúa félagsins við Árskóga. Félagið lítur enda svo á að enn séu uppi álitamál þrátt fyrir niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem hafnaði kröfum Búseta um að vöruskemman alræmda í Álfabakka yrði rifin.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju­legt fólk

Í fyrradag kynnti ríkisstjórnin fyrsta „húsnæðispakka“ sinn með pompi og prakt í Fram heimilinu í Úlfarsárdal. Í pakkanum kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna nokkrar afbragðs hugmyndir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir en hafa hingað til ekki fengið hljómgrunn innan ríkisstjórnarflokkana, líkt og að séreignarsparnaðarleiðin sem flokkurinn hefur lengi haldið á lofti verði fest í sessi, breytingar á byggingarreglugerð og skilvirkara eftirlit og því ber að fagna.

Skoðun