Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

„Mark­miðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“

Pétur Marteinsson, sem vill leiða lista Samfylkingar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, segir að markmið hans hafi aldrei verið að kaupa lóðir til þess að selja síðar með hagnaði. Fram hefur komið að hann hafi fengið 69 milljónir króna í sinn hlut eftir sölu á lóð í Skerjafirði fyrir tveimur árum. Hann segir undirbúning byggingu ódýrra íbúða á lóðinni hafa verið aðalstarf hans í fimm ár. Fyrir það hafi hann verið með reiknuð laun upp á 25 milljónir króna, sem gerir 417 þúsund krónur á mánuði.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Leigan rukkuð mánaðar­lega en ekki í lokin

Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leysum húsnæðisvandann

Húsnæðisvandinn hefur fylgt okkur í áratugi. Hann birtist í síendurteknum sveiflum: skortur, verðþensla, hrun, stöðnun, síðan aftur skortur og svo framvegis. Afleiðingarnar eru alvarlegar fyrir tugi þúsunda fólks sem vantar viðráðanlegar íbúðir og efnahagslífið í heild.

Skoðun
Fréttamynd

„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig á­byrgan“

Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“.  Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið.

Menning
Fréttamynd

Gagn­rýna að selj­endur og verk­takar þurfi einir að lækka verð

Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ó­sann­gjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaup­endum

Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum.

Innlent
Fréttamynd

Gatna­gerðar­gjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði

Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Losna við ná­granna eftir þriggja ára bar­áttu

Íbúar í fjölbýlishúsi á suðvesturhorni landsins anda léttar eftir að héraðsdómur bannaði karlmanni að dvelja í íbúð foreldra sinna og flytja með allt sitt hafurtask innan mánaðar. Íbúarnir lýsa ógnandi hegðun, hávaða og skemmdarverkum yfir rúmlega þriggja ára tímabil.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis

Íbúar í Gufunesi í Reykjavík segjast upplifa sig sem strandaglópa innan eigin hverfis þar sem bílastæði eru af skornum skammti og engar almenningssamgöngur í boði. Mikil gremja er meðal íbúanna eftir að hafa verið sektaðir fyrir að leggja ólöglega.

Innlent
Fréttamynd

Minni eigna­myndun en fleiri komist í eigið hús­næði með nýrri lausn á markaði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­búðir með froðu til sölu

Núna árið 2025 eru íbúðir sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu almennt yfirverðlagðar um 20%. Síðustu 9 ár frá ársbyrjun 2016 til loka 2024 fór fasteignaverð langt framúr eðlilegum framleiðslukostnaði, froðan mun sjatna og verð lækka á næstu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir­tæki ó­venju virk í fast­eigna­kaupum í októ­ber

Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verð­bólguna?

Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar var kynntur sem stórt skref til að fjölga íbúðum, lækka kostnað og bæta stöðu ungs fólks. Markmið ríkisstjórnarinnar með þessum pakka er að auka framboð, draga úr íbúðasöfnun og gera húsnæðiskerfið skilvirkara. Samhliða þessu er unnið að því að eyða óvissu á lánamarkaði í kjölfar vaxtadóms Hæstaréttar.

Skoðun