Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2025 11:06 Renee Fleming er meðal þeirra listamanna sem hafa sagt skilið við miðstöðina eftir að Trump tók yfir. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. Þá hefur forseti miðstöðvarinnar, Deborah Rutter, verið látin fara. Vendingarnar hafa valdið töluverðu fjaðrafoki vestanhafs og listamenn sagt sig frá miðstöðinni. „Við tókum yfir Kennedy listamiðstöðina. Okkur líkaði ekki hvað þau voru að sýna og annað,“ sagði Trump á mánudaginn. „Ég ætla að verða stjórnarformaður og við ætlum að tryggja að þetta verði gott og ekki woke. Það verður ekkert meira woke í þessu landi,“ bætti hann við. „Woke“ má þýða sem „árvekni“ á íslensku en það hefur verið notað um það ástand að vera meðvitaður um óréttlæti í samfélaginu, til dæmis gagnvart minnihlutahópum, og hefur á síðustu árum mikið verið notað af íhaldsmönnum sem níðyrði. Kennedy listamiðstöðin var opnuð árið 1971, í minningu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Miðstöðin hefur verið afar virk og virt í listalífinu vestanhafs. Hingað til hefur þótt takast nokkuð vel að viðhalda pólitísku jafnvægi í stjórn miðstöðvarinnar. Trump greip hins vegar til þess í vikunni að skipa fjölda náinna samstarfsmanna sinna í stjórnina, til að mynda Dan Scavino og Sergio Gor, starfsmannastjórann sinn Susie Wiles og eiginkonur varaforsetans og viðskiptaráðherrans, þær Ushu Vance og Allison Lutnick. Þá fól hann Ric Grenell, sem sinnir nokkrum hlutverkum innan stjórnar Trump, til að fara með stjórn miðstöðvarinnar þar til ráðið verður í stað Rutter. Óperusöngkonan Renee Fleming og tónlistarmaðurinn Ben Folds eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að hætta hjá miðstöðinni vegna breytinganna en bæði voru listrænir ráðgjafar. Þá hefur Shonda Rhimes, höfundur og framleiðandi þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal, How to Get Away with Murder og Bridgerton ákveðið að segja sig úr stjórninni. Bandaríkin Donald Trump Menning Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Þá hefur forseti miðstöðvarinnar, Deborah Rutter, verið látin fara. Vendingarnar hafa valdið töluverðu fjaðrafoki vestanhafs og listamenn sagt sig frá miðstöðinni. „Við tókum yfir Kennedy listamiðstöðina. Okkur líkaði ekki hvað þau voru að sýna og annað,“ sagði Trump á mánudaginn. „Ég ætla að verða stjórnarformaður og við ætlum að tryggja að þetta verði gott og ekki woke. Það verður ekkert meira woke í þessu landi,“ bætti hann við. „Woke“ má þýða sem „árvekni“ á íslensku en það hefur verið notað um það ástand að vera meðvitaður um óréttlæti í samfélaginu, til dæmis gagnvart minnihlutahópum, og hefur á síðustu árum mikið verið notað af íhaldsmönnum sem níðyrði. Kennedy listamiðstöðin var opnuð árið 1971, í minningu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Miðstöðin hefur verið afar virk og virt í listalífinu vestanhafs. Hingað til hefur þótt takast nokkuð vel að viðhalda pólitísku jafnvægi í stjórn miðstöðvarinnar. Trump greip hins vegar til þess í vikunni að skipa fjölda náinna samstarfsmanna sinna í stjórnina, til að mynda Dan Scavino og Sergio Gor, starfsmannastjórann sinn Susie Wiles og eiginkonur varaforsetans og viðskiptaráðherrans, þær Ushu Vance og Allison Lutnick. Þá fól hann Ric Grenell, sem sinnir nokkrum hlutverkum innan stjórnar Trump, til að fara með stjórn miðstöðvarinnar þar til ráðið verður í stað Rutter. Óperusöngkonan Renee Fleming og tónlistarmaðurinn Ben Folds eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að hætta hjá miðstöðinni vegna breytinganna en bæði voru listrænir ráðgjafar. Þá hefur Shonda Rhimes, höfundur og framleiðandi þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal, How to Get Away with Murder og Bridgerton ákveðið að segja sig úr stjórninni.
Bandaríkin Donald Trump Menning Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila