Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2025 11:06 Renee Fleming er meðal þeirra listamanna sem hafa sagt skilið við miðstöðina eftir að Trump tók yfir. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. Þá hefur forseti miðstöðvarinnar, Deborah Rutter, verið látin fara. Vendingarnar hafa valdið töluverðu fjaðrafoki vestanhafs og listamenn sagt sig frá miðstöðinni. „Við tókum yfir Kennedy listamiðstöðina. Okkur líkaði ekki hvað þau voru að sýna og annað,“ sagði Trump á mánudaginn. „Ég ætla að verða stjórnarformaður og við ætlum að tryggja að þetta verði gott og ekki woke. Það verður ekkert meira woke í þessu landi,“ bætti hann við. „Woke“ má þýða sem „árvekni“ á íslensku en það hefur verið notað um það ástand að vera meðvitaður um óréttlæti í samfélaginu, til dæmis gagnvart minnihlutahópum, og hefur á síðustu árum mikið verið notað af íhaldsmönnum sem níðyrði. Kennedy listamiðstöðin var opnuð árið 1971, í minningu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Miðstöðin hefur verið afar virk og virt í listalífinu vestanhafs. Hingað til hefur þótt takast nokkuð vel að viðhalda pólitísku jafnvægi í stjórn miðstöðvarinnar. Trump greip hins vegar til þess í vikunni að skipa fjölda náinna samstarfsmanna sinna í stjórnina, til að mynda Dan Scavino og Sergio Gor, starfsmannastjórann sinn Susie Wiles og eiginkonur varaforsetans og viðskiptaráðherrans, þær Ushu Vance og Allison Lutnick. Þá fól hann Ric Grenell, sem sinnir nokkrum hlutverkum innan stjórnar Trump, til að fara með stjórn miðstöðvarinnar þar til ráðið verður í stað Rutter. Óperusöngkonan Renee Fleming og tónlistarmaðurinn Ben Folds eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að hætta hjá miðstöðinni vegna breytinganna en bæði voru listrænir ráðgjafar. Þá hefur Shonda Rhimes, höfundur og framleiðandi þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal, How to Get Away with Murder og Bridgerton ákveðið að segja sig úr stjórninni. Bandaríkin Donald Trump Menning Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Þá hefur forseti miðstöðvarinnar, Deborah Rutter, verið látin fara. Vendingarnar hafa valdið töluverðu fjaðrafoki vestanhafs og listamenn sagt sig frá miðstöðinni. „Við tókum yfir Kennedy listamiðstöðina. Okkur líkaði ekki hvað þau voru að sýna og annað,“ sagði Trump á mánudaginn. „Ég ætla að verða stjórnarformaður og við ætlum að tryggja að þetta verði gott og ekki woke. Það verður ekkert meira woke í þessu landi,“ bætti hann við. „Woke“ má þýða sem „árvekni“ á íslensku en það hefur verið notað um það ástand að vera meðvitaður um óréttlæti í samfélaginu, til dæmis gagnvart minnihlutahópum, og hefur á síðustu árum mikið verið notað af íhaldsmönnum sem níðyrði. Kennedy listamiðstöðin var opnuð árið 1971, í minningu John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Miðstöðin hefur verið afar virk og virt í listalífinu vestanhafs. Hingað til hefur þótt takast nokkuð vel að viðhalda pólitísku jafnvægi í stjórn miðstöðvarinnar. Trump greip hins vegar til þess í vikunni að skipa fjölda náinna samstarfsmanna sinna í stjórnina, til að mynda Dan Scavino og Sergio Gor, starfsmannastjórann sinn Susie Wiles og eiginkonur varaforsetans og viðskiptaráðherrans, þær Ushu Vance og Allison Lutnick. Þá fól hann Ric Grenell, sem sinnir nokkrum hlutverkum innan stjórnar Trump, til að fara með stjórn miðstöðvarinnar þar til ráðið verður í stað Rutter. Óperusöngkonan Renee Fleming og tónlistarmaðurinn Ben Folds eru meðal þeirra sem hafa ákveðið að hætta hjá miðstöðinni vegna breytinganna en bæði voru listrænir ráðgjafar. Þá hefur Shonda Rhimes, höfundur og framleiðandi þátta á borð við Grey's Anatomy, Scandal, How to Get Away with Murder og Bridgerton ákveðið að segja sig úr stjórninni.
Bandaríkin Donald Trump Menning Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira