Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 10:48 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu í gærkvöldi. AP/ALex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Musk sjálfur gagnrýndi opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum, þó hann hafi sagt gott fólk þar inn á milli, og sagði þá hafa meiri völd en kjörnir fulltrúar. Stjórnsýslan væri „ókjörin, fjórða grein ríkisvaldsins“, sagði Musk. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að forsetatilskipunin sem Trump skrifaði undir í gær feli meðal annars í sér að fulltrúar frá Doge þurfi að veita nánast öllum nýráðningum innan hins opinbera kerfis blessun sína. Þá megi forsvarsmenn flestra stofnanna Bandaríkjanna eingöngu ráða einn starfsmann fyrir hverja fjóra sem hætta og var þeim gert að undirbúa umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Stofnanir sem koma að löggæslu og vernd landamæra Bandaríkjanna eiga að geta fengið undanþágu. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Dómarar hafa lagt steina í götu DOGE en Musk og aðrir úr búðum Trumps hafa lagt til að þeir úrskurðir verði hunsaðir. Starfsmenn DOGE eru nú í að minnsta nítján opinberum stofnunum Bandaríkjanna, samkvæmt samantekt New York Times, þar sem niðurskurður er hafinn eða í vinnslu. Ekki hann heldur „fólkið hjá SpaceX“ Musk gaf lítið fyrir gagnrýni sem snýr að því að hann hagnist persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim. Hann sagði til að mynda að það verkefni hans að skera niður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann er með margra milljarða dala samninga, væri ekki hagsmunaárekstur. Hélt hann því fram að það væri vegna þess að ríkið fengi svo mikið fyrir peninginn vegna þeirra samninga og að þeir væru í rauninni ekki gerðir við hann, heldur fyrirtæki í hans eigu. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Sjá einnig: Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Eins og fram kemur í grein New York Times sagðist Musk vera með „allsherjar gagnsæi“ í störfum sínum, þó þetta væri í fyrsta sinn sem hann svaraði spurningum blaðamanna síðan hann og starfsmenn hans í DOGE tóku til handa sinna og þó að hann hafi ekki gefið út nokkurskonar fjárhagsyfirlýsingu um eignir sínar. Þá sagði Musk að kjósendur hefðu gert hug sinn skýran í síðustu kosningum. Þeir hefðu kosið umfangsmiklar breytingar á stjórnkerfi Bandaríkjanna og gert það með miklum meirihluta. Það væri það sem fólkið myndi fá. Þetta snerist um að endurreisa lýðræðið. Á einum tímapunkti viðurkenndi Musk að sumar yfirlýsingar hans um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID) væru ekki réttar. Vísaði hann sérstaklega til ummæla um að Bandaríkjamenn hefðu eytt fimmtíu milljónum dala í smokkakaup fyrir íbúa Gasastrandarinnar. „Sko, í fyrsta lagi, sumt af því sem ég segi verður rangt, og ætti að vera leiðrétt,“ sagði hann. Musk hét því að leiðrétta rangfærslur eins fljótt og hann gæti og viðurkenndi hann að DOGE gæti einnig gert mistök. „Við förum svo hratt yfir, að við munum gera mistök. En við munum einnig laga mistökin mjög fljótt.“ Musk sagði þó í kjölfarið að Bandaríkjamenn ættu ekki að kaupa smokka fyrir fimmtíu milljónir dala fyrir neinn, þó það hefði ekki verið gert. Umfangsmikil ósannindi um starfsemi USAID og fjárútlát stofnunarinnar hafa verið í dreifingu undanfarna daga og þar á meðal á síðu Musks á X, hans eigin samfélagsmiðli. Umfangið útvíkkað eftir kosningarnar Í kosningabaráttunni lýsti Trump því ítrekað yfir að hann ætlaði sér í miklar breytingar á stjórnsýslu Bandaríkjanna. Að hreinsa út hið svokallaða „djúpríki“ og gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Hvernig Musk átti að koma að þeirri vinnu var þó ekki ljóst. Í september lýsti Trump því yfir að Musk ætti að leiða starfsnefnd sem átti að leggja til leiðir til niðurskurðar en þessi nefnd átti að starfa utan ríkisstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en eftir kosningarnar sem umfang starfsemi DOGE var útvíkkað verulega og völd stofnunarinnar einnig. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06 Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Musk sjálfur gagnrýndi opinbera starfsmenn í Bandaríkjunum, þó hann hafi sagt gott fólk þar inn á milli, og sagði þá hafa meiri völd en kjörnir fulltrúar. Stjórnsýslan væri „ókjörin, fjórða grein ríkisvaldsins“, sagði Musk. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að forsetatilskipunin sem Trump skrifaði undir í gær feli meðal annars í sér að fulltrúar frá Doge þurfi að veita nánast öllum nýráðningum innan hins opinbera kerfis blessun sína. Þá megi forsvarsmenn flestra stofnanna Bandaríkjanna eingöngu ráða einn starfsmann fyrir hverja fjóra sem hætta og var þeim gert að undirbúa umfangsmikla fækkun opinberra starfsmanna. Stofnanir sem koma að löggæslu og vernd landamæra Bandaríkjanna eiga að geta fengið undanþágu. Aðgerðir Trumps í upphafi kjörtímabilsins ríma mjög við hið umdeilda plagg sem kallast Project 2025, sem er í einföldu máli sagt áherslulisti og leiðarvísir um það að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Dómarar hafa lagt steina í götu DOGE en Musk og aðrir úr búðum Trumps hafa lagt til að þeir úrskurðir verði hunsaðir. Starfsmenn DOGE eru nú í að minnsta nítján opinberum stofnunum Bandaríkjanna, samkvæmt samantekt New York Times, þar sem niðurskurður er hafinn eða í vinnslu. Ekki hann heldur „fólkið hjá SpaceX“ Musk gaf lítið fyrir gagnrýni sem snýr að því að hann hagnist persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim. Hann sagði til að mynda að það verkefni hans að skera niður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, þar sem hann er með margra milljarða dala samninga, væri ekki hagsmunaárekstur. Hélt hann því fram að það væri vegna þess að ríkið fengi svo mikið fyrir peninginn vegna þeirra samninga og að þeir væru í rauninni ekki gerðir við hann, heldur fyrirtæki í hans eigu. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Sjá einnig: Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Eins og fram kemur í grein New York Times sagðist Musk vera með „allsherjar gagnsæi“ í störfum sínum, þó þetta væri í fyrsta sinn sem hann svaraði spurningum blaðamanna síðan hann og starfsmenn hans í DOGE tóku til handa sinna og þó að hann hafi ekki gefið út nokkurskonar fjárhagsyfirlýsingu um eignir sínar. Þá sagði Musk að kjósendur hefðu gert hug sinn skýran í síðustu kosningum. Þeir hefðu kosið umfangsmiklar breytingar á stjórnkerfi Bandaríkjanna og gert það með miklum meirihluta. Það væri það sem fólkið myndi fá. Þetta snerist um að endurreisa lýðræðið. Á einum tímapunkti viðurkenndi Musk að sumar yfirlýsingar hans um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID) væru ekki réttar. Vísaði hann sérstaklega til ummæla um að Bandaríkjamenn hefðu eytt fimmtíu milljónum dala í smokkakaup fyrir íbúa Gasastrandarinnar. „Sko, í fyrsta lagi, sumt af því sem ég segi verður rangt, og ætti að vera leiðrétt,“ sagði hann. Musk hét því að leiðrétta rangfærslur eins fljótt og hann gæti og viðurkenndi hann að DOGE gæti einnig gert mistök. „Við förum svo hratt yfir, að við munum gera mistök. En við munum einnig laga mistökin mjög fljótt.“ Musk sagði þó í kjölfarið að Bandaríkjamenn ættu ekki að kaupa smokka fyrir fimmtíu milljónir dala fyrir neinn, þó það hefði ekki verið gert. Umfangsmikil ósannindi um starfsemi USAID og fjárútlát stofnunarinnar hafa verið í dreifingu undanfarna daga og þar á meðal á síðu Musks á X, hans eigin samfélagsmiðli. Umfangið útvíkkað eftir kosningarnar Í kosningabaráttunni lýsti Trump því ítrekað yfir að hann ætlaði sér í miklar breytingar á stjórnsýslu Bandaríkjanna. Að hreinsa út hið svokallaða „djúpríki“ og gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Hvernig Musk átti að koma að þeirri vinnu var þó ekki ljóst. Í september lýsti Trump því yfir að Musk ætti að leiða starfsnefnd sem átti að leggja til leiðir til niðurskurðar en þessi nefnd átti að starfa utan ríkisstjórnarinnar. Það var ekki fyrr en eftir kosningarnar sem umfang starfsemi DOGE var útvíkkað verulega og völd stofnunarinnar einnig.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Tengdar fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06 Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. 7. febrúar 2025 15:59
Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. 6. febrúar 2025 14:06
Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. 3. febrúar 2025 17:01