Óttast að átök verði að stóru stríði Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2025 17:09 Uppreisnarmenn M23 fylgja hermönnum gáfust upp eftir átök í og við Goma. AP/Moses Sawasawa Uppreisnarmenn M23 hafa hótað því að gera árás á borgina Bukavu, höfuðborg Suður-Kivu héraðs í Austur-Kongó. Óttast er að átökin milli hersins og uppreisnarmannanna, sem njóta stuðnings Rúanda, muni leiða til umfangsmikils stríðs. Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir sótt til suðurs frá Goma en hafa litlum árangri náð frá því í síðustu viku. Reuters segir fregnir hafa borist af hörðum bardögum á svæðinu og hefur hernum borist liðsauki frá Búrúndí, auk annarra vopnahópa af svæðinu. Fregnir hafa einnig borist af því að fleiri en áttatíu hermenn Austur-Kongó voru handteknir á dögunum, eftir að hermenn rændu þorp á svæðinu og hafa þeir verið sakaðir um ódæði gegn óbreyttum borgurum. Einn talsmanna M23 lýsti því yfir í morgun að ástandið í Bukavu væri að versna fyrir borgara þar og að verið væri að ræna og myrða fólk. Ef þessum glæpum yrði ekki hætt myndi hópurinn gera árás á borgina með því markmiði að verja fólkið. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Sameinuðu þjóðirnar segja uppreisnarmenn M23 njóta stuðnings um fjögur þúsund hermanna frá Rúanda. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó. Óttast umfangsmikið stríð Sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa varað við því að átökin geti undið hratt upp á sig og fleiri ríki geti dregist inn í þau. Fundur leiðtoga ríkja á svæðinu sem haldinn var umhelgina skilaði litlum árangri. AP fréttaveitan segir Felz Tshisekedi, forseta Austur-Kongó, hafa biðlað til bandamanna sinna á svæðinu og víðar um aðstoð. Leiðtogar Búrúndí, sem hafa einnig horn í síðu Rúanda, hafa svarað. Hermenn frá Tansaníu hafa einnig verið sendir til ríkisins og þá hafa hermenn frá Úganda einnig verið sendir til að berjast við aðra uppreisnarmenn í Austur-Kongó. Átökin hafa komið niður á óbreyttum borgurum á svæðinu.AP/Moses Sawasawa Í samtali við fréttaveituna segja sérfræðingar að hættan á stigmögnun sé mikil. Leiðtogar bæði Rúanda og Úganda vilji aukin áhrif í austurhluta Kongó en þeir séu sömuleiðis mjög mikilvægir þegar kemur að því að ná friði. Paul Kagame, forseti Rúanda, hefur sakað Úganda um að styðja uppreisnarhóp í Rúanda sem ætli sér að velta Kagame úr sessi. Ráðamenn í Búrúndí hafa einnig slitið tengsl við yfirvöld í Rúanda og hafa sakað þá um að styðja uppreisnarhóp sem ætli að taka völd í Búrúndí. Evariste Ndayishimiye, forseti Búrúndí, hefur sakað Kagame um stríðsbrölt og tilraunir til að leggja undir sig landsvæði nágranna sinna. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Búrúndí Úganda Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Bukavu er tiltölulega skammt frá Goma, höfuðborg Norður-Kivu, sem féll í hendur M23 í lok janúar. Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir sótt til suðurs frá Goma en hafa litlum árangri náð frá því í síðustu viku. Reuters segir fregnir hafa borist af hörðum bardögum á svæðinu og hefur hernum borist liðsauki frá Búrúndí, auk annarra vopnahópa af svæðinu. Fregnir hafa einnig borist af því að fleiri en áttatíu hermenn Austur-Kongó voru handteknir á dögunum, eftir að hermenn rændu þorp á svæðinu og hafa þeir verið sakaðir um ódæði gegn óbreyttum borgurum. Einn talsmanna M23 lýsti því yfir í morgun að ástandið í Bukavu væri að versna fyrir borgara þar og að verið væri að ræna og myrða fólk. Ef þessum glæpum yrði ekki hætt myndi hópurinn gera árás á borgina með því markmiði að verja fólkið. Langavarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á svæðinu kringum Kivu-vatn, sem er mjög ríkt af góðmálmum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Sjá einnig: Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þúsundir eru sagðir hafa fallið í átökunum undanfarin ár og á aðra milljón manna hafa þurft að flýja heimili sín. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Sameinuðu þjóðirnar segja uppreisnarmenn M23 njóta stuðnings um fjögur þúsund hermanna frá Rúanda. Ráðamenn þar telja ríkinu ógnað af fjölmörgum uppreisnarhópum Húta sem þeir segja fá að starfa óáreittir í austurhluta Austur-Kongó. Óttast umfangsmikið stríð Sérfræðingar og eftirlitsaðilar hafa varað við því að átökin geti undið hratt upp á sig og fleiri ríki geti dregist inn í þau. Fundur leiðtoga ríkja á svæðinu sem haldinn var umhelgina skilaði litlum árangri. AP fréttaveitan segir Felz Tshisekedi, forseta Austur-Kongó, hafa biðlað til bandamanna sinna á svæðinu og víðar um aðstoð. Leiðtogar Búrúndí, sem hafa einnig horn í síðu Rúanda, hafa svarað. Hermenn frá Tansaníu hafa einnig verið sendir til ríkisins og þá hafa hermenn frá Úganda einnig verið sendir til að berjast við aðra uppreisnarmenn í Austur-Kongó. Átökin hafa komið niður á óbreyttum borgurum á svæðinu.AP/Moses Sawasawa Í samtali við fréttaveituna segja sérfræðingar að hættan á stigmögnun sé mikil. Leiðtogar bæði Rúanda og Úganda vilji aukin áhrif í austurhluta Kongó en þeir séu sömuleiðis mjög mikilvægir þegar kemur að því að ná friði. Paul Kagame, forseti Rúanda, hefur sakað Úganda um að styðja uppreisnarhóp í Rúanda sem ætli sér að velta Kagame úr sessi. Ráðamenn í Búrúndí hafa einnig slitið tengsl við yfirvöld í Rúanda og hafa sakað þá um að styðja uppreisnarhóp sem ætli að taka völd í Búrúndí. Evariste Ndayishimiye, forseti Búrúndí, hefur sakað Kagame um stríðsbrölt og tilraunir til að leggja undir sig landsvæði nágranna sinna.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Búrúndí Úganda Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira