Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2025 07:04 Þúsundir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa eftir að samdist um vopnahlé. Framhaldið er hins vegar afar óljóst. Getty/Anadolu/Ali Jadallah Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. Eftir að samið var um vopnahlé hófu Ísraelsmenn að leyfa íbúum Gasa að snúa aftur norður yfir Netzarim-mörkin. Talsmaður Hamas segir brotthvarf hersins frá mörkunum til marks um að Ísrael hafi ekki náð fram sínum ítrustu markmiðum. Stjórnvöld í Ísrael hafa hins vegar ítrekað að herinn muni ekki hverfa alfarið frá svæðinu fyrr en Hamas-samtökunum hafi verið útrýmt. Hamas hafa sagt á móti að þau muni ekki láta alla gísla lausa fyrr en herinn er horfinn á braut. Enn hefur ekki náðst saman um annan fasa vopnahlésins, sem snýr einmitt að lausn allra gísla gegn brotthvarfi Ísraelshers frá Gasa. Yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta í síðustu viku, um að Bandaríkjamenn taki Gasa yfir og geri svæðið að einhvers konar ferðamannaparadís, hafa bætt á óvissuna um framhaldið. Boðað hefur verið til neyðarráðstefnu Arabaríkja 27. febrúar næstkomandi, vegna tillagna hans um að Egyptaland, Jórdanía og önnur Arabaríki taki við Palestínumönnum frá Gasa. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í samtali við Fox News á laugardag að hugmynd Trump væru fyrsta „ferska hugmyndin“ sem lögð hefði verið fram í langan tíma og að hún gæti mögulega „breytt öllu“ á Gasa. Trump hefur útilokað að senda hermenn á svæðið en Netanyahu segir Ísraelsher myndu „ganga í verkið“. Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Eftir að samið var um vopnahlé hófu Ísraelsmenn að leyfa íbúum Gasa að snúa aftur norður yfir Netzarim-mörkin. Talsmaður Hamas segir brotthvarf hersins frá mörkunum til marks um að Ísrael hafi ekki náð fram sínum ítrustu markmiðum. Stjórnvöld í Ísrael hafa hins vegar ítrekað að herinn muni ekki hverfa alfarið frá svæðinu fyrr en Hamas-samtökunum hafi verið útrýmt. Hamas hafa sagt á móti að þau muni ekki láta alla gísla lausa fyrr en herinn er horfinn á braut. Enn hefur ekki náðst saman um annan fasa vopnahlésins, sem snýr einmitt að lausn allra gísla gegn brotthvarfi Ísraelshers frá Gasa. Yfirlýsingar Donald Trump Bandaríkjaforseta í síðustu viku, um að Bandaríkjamenn taki Gasa yfir og geri svæðið að einhvers konar ferðamannaparadís, hafa bætt á óvissuna um framhaldið. Boðað hefur verið til neyðarráðstefnu Arabaríkja 27. febrúar næstkomandi, vegna tillagna hans um að Egyptaland, Jórdanía og önnur Arabaríki taki við Palestínumönnum frá Gasa. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í samtali við Fox News á laugardag að hugmynd Trump væru fyrsta „ferska hugmyndin“ sem lögð hefði verið fram í langan tíma og að hún gæti mögulega „breytt öllu“ á Gasa. Trump hefur útilokað að senda hermenn á svæðið en Netanyahu segir Ísraelsher myndu „ganga í verkið“.
Ísrael Palestína Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila