Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2025 13:17 Newcastle-menn slógu Arsenal út með samtals 4-0 sigri í einvígi liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. Getty/Alex Dodd Newcastle-menn nýttu tækifærið eftir að hafa slegið Arsenal út úr enska deildabikarnum í gærkvöld og gerðu grín að Mikel Arteta, stjóra Arsenal. Newcastle vann leik liðanna á St James‘ Park í gær, 2-0, fyrir framan Víking Heiðar Ólafsson og fleiri góða gesti. Newcastle hafði einnig unnið fyrri leikinn í Lundúnum, 2-0, en eftir þann leik notaði Arteta meðal annars boltann sem afsökun, en notast er við aðra tegund af bolta í deildabikarnum en í ensku úrvalsdeildinni. „Við skutum oft yfir og það er erfitt því þessir boltar svífa mikið. Þannig að það eru smáatriði sem við getum framkvæmt betur,“ sagði Arteta eftir leikinn á Emirates. Arsenal átti 23 skot í þeim leik og vænt mörk voru 3,09 en engu að síður skoraði liðið ekki eitt einasta mark. Puma framleiðir boltann sem er notaður í deildabikarnum en boltinn sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. „Hann er öðruvísi. Hann er mjög frábrugðinn boltanum í ensku úrvalsdeildinni svo þú verður að aðlagast því hann svífur öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi,“ sagði Arteta um boltann. Eftir leikinn í gærkvöld voru afsakanir Arteta greinilega enn í huga þeirra sem sjá um samfélagsmiðla Newcastle. Á Twitter-síðu sinni birti félagið mynd af Puma-boltanum og skrifaði einfaldlega: „Sökudólgurinn“. The culprit: pic.twitter.com/nmPO1nym1z— Newcastle United (@NUFC) February 5, 2025 Ekki nóg með það heldur virtist Anthony Gordon, annar af markaskorurum Newcastle í gær, einnig vilja skjóta á Arteta með því að vísa í ummæli Erling Haaland sem sagði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble) eftir leik Manchester City og Arsenal í september. „Það er mikilvægt fyrir okkur núna að sýna auðmýkt,“ sagði Gordon í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Newcastle mætir sigurliðinu úr leik Liverpool og Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en leikið verður á Anfield í kvöld og er sá leikur í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 20. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Newcastle vann leik liðanna á St James‘ Park í gær, 2-0, fyrir framan Víking Heiðar Ólafsson og fleiri góða gesti. Newcastle hafði einnig unnið fyrri leikinn í Lundúnum, 2-0, en eftir þann leik notaði Arteta meðal annars boltann sem afsökun, en notast er við aðra tegund af bolta í deildabikarnum en í ensku úrvalsdeildinni. „Við skutum oft yfir og það er erfitt því þessir boltar svífa mikið. Þannig að það eru smáatriði sem við getum framkvæmt betur,“ sagði Arteta eftir leikinn á Emirates. Arsenal átti 23 skot í þeim leik og vænt mörk voru 3,09 en engu að síður skoraði liðið ekki eitt einasta mark. Puma framleiðir boltann sem er notaður í deildabikarnum en boltinn sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni er frá Nike. „Hann er öðruvísi. Hann er mjög frábrugðinn boltanum í ensku úrvalsdeildinni svo þú verður að aðlagast því hann svífur öðruvísi. Þegar þú snertir hann er gripið líka öðruvísi,“ sagði Arteta um boltann. Eftir leikinn í gærkvöld voru afsakanir Arteta greinilega enn í huga þeirra sem sjá um samfélagsmiðla Newcastle. Á Twitter-síðu sinni birti félagið mynd af Puma-boltanum og skrifaði einfaldlega: „Sökudólgurinn“. The culprit: pic.twitter.com/nmPO1nym1z— Newcastle United (@NUFC) February 5, 2025 Ekki nóg með það heldur virtist Anthony Gordon, annar af markaskorurum Newcastle í gær, einnig vilja skjóta á Arteta með því að vísa í ummæli Erling Haaland sem sagði Arteta að sýna auðmýkt (e. stay humble) eftir leik Manchester City og Arsenal í september. „Það er mikilvægt fyrir okkur núna að sýna auðmýkt,“ sagði Gordon í viðtali eftir leikinn í gærkvöld. Newcastle mætir sigurliðinu úr leik Liverpool og Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley, en leikið verður á Anfield í kvöld og er sá leikur í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 20.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Newcastle sló Arsenal út úr enska deildabikarnum í kvöld eftir 2-0 sigur í seinni undanúrslitaleik liðanna St. James Park. Newcastle er þar með einu skrefi nær fyrsta titli félagsins í ansi marga áratugi. 5. febrúar 2025 21:54