Segir engan vilja búa á Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 23:50 Donald Trump og Netanjahú hafa lengi verið vinir. AP/Alex Brandon Forsætisráðherra Ísrael heimsækir forseta Bandaríkjanna í dag. Þeir koma til með að ræða vopnahlé milli Ísrael og Gasa á meðan heimsókninni stendur. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump. Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er fyrsti erlendi leiðtoginn sem heimsækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þessu kjörtímabili Trumps. Talið er að helsta umræðuefni leiðtoganna verði vopnahlé milli Ísrael og Gasa. Samkvæmt BBC hefur Netanjahú ítrekað sagt að vopnahlé milli Ísrael og Gasa sé einungis tímabundið. Hluti ríkisstjórnar Netanjahú vill halda áfram að ráðast á Gasa þar til Hamas-samtökunum hefur verið útrýmt. Trump hefur ítrekað sagt að íbúar Gasa vilja frekar flytja eitthvert annað heldur en að snúa aftur. Netanjahú er í nokkurra daga heimsókn í Bandaríkjunum. Á X-síðu sinni skrifaði hann að heimsóknin sýni fram á að sterk tengsl séu á milli Ísrael og Bandaríkjanna. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu í nóvember 2024. Stjórnvöld í Bandaríkjunum viðurkenna ekki dómstólinn. Segir íbúa Gasa yfirgefa landið með glöðu geði „Ég held að þau [íbúar Gasa] ættu að fá gott, ferskt, fallegt land og við getum fengið fólk til að borga fyrir að byggja það og gera það almennilegt og gera það íbúðarhæft og ánægjulegt,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fundinn. Hann gaf í skyn að umrætt land gæti verið í Egyptalandi og Jórdaníu. Þá sagði hann að ef að íbúar Gasa fengju tækifærið myndi þau glöð fara þaðan og búa annars staðar. „Þau eru þarna því þau hafa engan annan möguleika. Hvað hafa þau? Þetta er stór hrúga af rústum núna,“ sagði Trump. Enginn vilji vera á Gasa Á blaðamannafundi Trumps og Netanjahú endurtók sá fyrrnefndi að Palestínubúar ættu að flytja til Egyptalands eða Jórdaníu. Þá sagði hann að önnur lönd myndu einnig taka við íbúum Palestínu. „Ég sé það [íbúa Gasa snúa aftur] ekki gerast, það er of hættulegt fyrir fólk, enginn getur farið þangað. Enginn vill vera þarna, bardagamenn vilja ekki vera þarna, hermenn vilja ekki vera þarna. Hvernig getur þú látið fólk snúa aftur? Þú segir að fólk eigi að fara aftur til Gasa núna? Sömu hlutirnir munu gerast, það verður einungis dauði. Besta leiðin er að fara og fá falleg opin svæði með sólarljós og eitthvað fallegt. Þau munu ekki vilja snúa aftur til Gasa,“ sagði Trump. Netanjahú ræddi einnig við blaðamenn um vopnahlé og gíslaskipti sem hafa átt sér stað undanfarnar vikur. „Ég styð það að fá alla gíslana til baka og ná öllum hernaðarlegum markmiðum okkar. Það felur í sér að eyðileggja her Hamas og stjórnargetu og tryggja að Gasa ógni okkur aldrei aftur,“ sagði Netanjahú við blaðamenn. Hann lagði mikla áherslu á það að hann ætlar sér að ná öllum þremur markmiðunum. Trump sagði einnig að átökin í Ísrael og Palestínu hefðu ekki átt sér stað hefði hann verið forseti. „Þegar ég fór úr embætti var ekkert að, ekkert Rússland og Úkraína að berjast, enginn 7. október, það var ekkert. En mjög léleg forysta leiddi til margra vandamála og margra dauðsfalla. Það er skömm en við slökkvum eldana. Það eru margir eldar en við munum slökkva þá,“ sagði Trump.
Bandaríkin Ísrael Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira