Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 10:48 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, og Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra og leiðtogi Miðflokksins. Flokkar þeirra gætu haldið hvor í sína áttina eftir fundarhöld dagsins. Vísir/EPA Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. Þingmönnum bæði Verkamannaflokks Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, og Miðflokksins hefur verið sagt að vera tilbúnir fyrir skyndifundi í dag og í kvöld fyrir utan þingflokksfundi sem eiga að fara fram um miðjan dag, að sögn norska ríkisútvarpsins. Deilurnar á milli flokkanna tveggja snúast um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þá strax í anda góðs Evrópusamstarfs. Það vill Miðflokkurinn ekki sjá þar sem hann er á móti nánara samstarfi við ESB. Rafmagnsverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi að undanförnu og eru orkumál efst á baugi í norskum stjórnmálum. Bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn hafa sagst vilja hætta að flytja út rafmagn til Danmerkur þegar samningur um útflutninginn rennur út á næsta ári. Miðflokkurinn er meðal annars á móti fjórða orkupakkanm þar sem hann segir tilskipanirnar skapa enn frekari óvissu á raforkumarkaði. Hugsanlegt er talið að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórninni. Norska ríkisútvarpið segir að þá stæði eftir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins sem væri langt frá meirihluta á þingi. Slík stjórn þyrfti að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Noregur Evrópusambandið Orkumál EES-samningurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Sjá meira
Þingmönnum bæði Verkamannaflokks Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, og Miðflokksins hefur verið sagt að vera tilbúnir fyrir skyndifundi í dag og í kvöld fyrir utan þingflokksfundi sem eiga að fara fram um miðjan dag, að sögn norska ríkisútvarpsins. Deilurnar á milli flokkanna tveggja snúast um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þá strax í anda góðs Evrópusamstarfs. Það vill Miðflokkurinn ekki sjá þar sem hann er á móti nánara samstarfi við ESB. Rafmagnsverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi að undanförnu og eru orkumál efst á baugi í norskum stjórnmálum. Bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn hafa sagst vilja hætta að flytja út rafmagn til Danmerkur þegar samningur um útflutninginn rennur út á næsta ári. Miðflokkurinn er meðal annars á móti fjórða orkupakkanm þar sem hann segir tilskipanirnar skapa enn frekari óvissu á raforkumarkaði. Hugsanlegt er talið að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórninni. Norska ríkisútvarpið segir að þá stæði eftir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins sem væri langt frá meirihluta á þingi. Slík stjórn þyrfti að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september.
Noregur Evrópusambandið Orkumál EES-samningurinn Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Fleiri fréttir Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Sjá meira