Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2025 18:10 Myles Lewis-Skelly gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leik Wolves og Arsenal. getty/Marc Atkins Enska knattspyrnusambandið hefur dregið til baka þriggja leikja bannið sem til stóð að Myles Lewis-Skelly f engi eftir rauða spjaldið sem hann hlaut í leiknum gegn Wolves um helgina. Arsenal áfrýjaði dómnum, sem flestum virtist strax ljóst að var hreinlega rangur, og nú hefur óháð nefnd komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki átt að fá rautt spjald. Skömmu fyrir hálfleik rak Michael Oliver Lewis-Skelly út af fyrir að brjóta á Matt Doherty. Ákvörðunin var staðfest eftir skoðun á myndbandi. Dómurinn þótti afar umdeildur og margir hafa gagnrýnt ákvörðun Olivers. Sumir hafa gengið lengra en aðrir og dómaranum hafa borist líflátshótanir. Þrátt fyrir það ætlar hann að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Ef bann Lewis-Skelly hefði staðið þá hefði hann misst af næstu þremur leikjum Arsenal; gegn Manchester City og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni og seinni leiknum gegn Newcastle United í undanúrslitum deildabikarsins. Arsenal vann leikinn gegn Wolves, 0-1, með marki Riccardos Calafiori. Lewis-Skelly var ekki sá eini sem var rekinn af velli í leiknum því þegar tuttugu mínútur voru eftir fékk Joao Gomes, miðjumaður Úlfanna, rautt spjald. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Arsenal mætir Girona á útivelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Skytturnar eru í 3. sæti Meistaradeildarinnar og svo gott sem öruggar með sæti í sextán liða úrslitum. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Arsenal áfrýjaði dómnum, sem flestum virtist strax ljóst að var hreinlega rangur, og nú hefur óháð nefnd komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki átt að fá rautt spjald. Skömmu fyrir hálfleik rak Michael Oliver Lewis-Skelly út af fyrir að brjóta á Matt Doherty. Ákvörðunin var staðfest eftir skoðun á myndbandi. Dómurinn þótti afar umdeildur og margir hafa gagnrýnt ákvörðun Olivers. Sumir hafa gengið lengra en aðrir og dómaranum hafa borist líflátshótanir. Þrátt fyrir það ætlar hann að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Ef bann Lewis-Skelly hefði staðið þá hefði hann misst af næstu þremur leikjum Arsenal; gegn Manchester City og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni og seinni leiknum gegn Newcastle United í undanúrslitum deildabikarsins. Arsenal vann leikinn gegn Wolves, 0-1, með marki Riccardos Calafiori. Lewis-Skelly var ekki sá eini sem var rekinn af velli í leiknum því þegar tuttugu mínútur voru eftir fékk Joao Gomes, miðjumaður Úlfanna, rautt spjald. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Arsenal mætir Girona á útivelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Skytturnar eru í 3. sæti Meistaradeildarinnar og svo gott sem öruggar með sæti í sextán liða úrslitum.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn