Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 23:39 Írar eru beðnir um að halda sig heima á morgun. GETTY/Andrew Milligan Írar undirbúa komu stormsins Éowyn sem nálgast strendur landsins. Búist er við að stormurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar en rauð veðurviðvörun verður í gildi á öllu landinu. Spáð hefur verið hvössum vindi og hviðum allt að 130 kílómetrum á klukkustund, sem eru rúmlega 36 metrar á sekúndu. „Þetta verður eyðileggjandi, hættulegur og skaðlegur stormur,“ segir Keith Leonard, formaður samhæfingahóps neyðartilvika á landsvísu á Írlandi í umfjöllun fjölmiðilsins Guardian. Vindurinn gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar og jafnvel sett líf almennings í hættu. Viðbragðsaðilar fylgist grannt með stöðunni. Leonord sagði einnig að fleiri myndu finna fyrir rafmagnsleysi heldur en í storminum Ophelia sem reið yfir landið árið 2017 en 385 þúsund manns voru án rafmagns eftir óveðrið. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig heima og vera viðbúinn rafmagnsleysinu. Þá eigi almenningur einnig að halda sig frá sjávarströndinni þar sem búast má við stórum öldum. Í umfjöllun írska miðilsins The Irish Times kemur fram að írska veðurstofan, Met Éireann, hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir allt landið. Þær fyrstu taka gildi klukkan tvö í nótt, aðfaranótt föstudags. Einnig kemur þar fram að skólar á öllum stigum verða lokaðir og almenningssamgöngur skertar. Engar lestar né strætisvagnar muni ganga. Þá er búist við að fresta þurfi flugferðum í öllu landinu. „Þetta er einn af hættulegustu stormum sem að Írar munu hafa staðið frammi fyrir. Við munum sjá gríðarlegan fjölda trjáa falla á morgun og margt fólk verður án rafmagns,“ segir Leonard í samtali við The Irish Times. Mesta óveður í Írlandi hingað til, samkvæmt Guardian, var í september árið 1961 þegar fellibylurinn Debbie reið yfir landið. Átján manns létust í Írlandi vegna bylsins og sex í Norður-Írlandi. Að sögn Einar Sveinbjarnarsonar, veðurfræðings, gætu eldingar sem slógu niður hérlendis tengst óveðrinu „með óbeinum hætti.“ Ísland ætti hins vegar að sleppa við alla vinda frá Éowyn. Írland Bretland Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Sjá meira
Spáð hefur verið hvössum vindi og hviðum allt að 130 kílómetrum á klukkustund, sem eru rúmlega 36 metrar á sekúndu. „Þetta verður eyðileggjandi, hættulegur og skaðlegur stormur,“ segir Keith Leonard, formaður samhæfingahóps neyðartilvika á landsvísu á Írlandi í umfjöllun fjölmiðilsins Guardian. Vindurinn gæti haft virkilega alvarlegar afleiðingar og jafnvel sett líf almennings í hættu. Viðbragðsaðilar fylgist grannt með stöðunni. Leonord sagði einnig að fleiri myndu finna fyrir rafmagnsleysi heldur en í storminum Ophelia sem reið yfir landið árið 2017 en 385 þúsund manns voru án rafmagns eftir óveðrið. Almenningur hefur verið beðinn um að halda sig heima og vera viðbúinn rafmagnsleysinu. Þá eigi almenningur einnig að halda sig frá sjávarströndinni þar sem búast má við stórum öldum. Í umfjöllun írska miðilsins The Irish Times kemur fram að írska veðurstofan, Met Éireann, hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir allt landið. Þær fyrstu taka gildi klukkan tvö í nótt, aðfaranótt föstudags. Einnig kemur þar fram að skólar á öllum stigum verða lokaðir og almenningssamgöngur skertar. Engar lestar né strætisvagnar muni ganga. Þá er búist við að fresta þurfi flugferðum í öllu landinu. „Þetta er einn af hættulegustu stormum sem að Írar munu hafa staðið frammi fyrir. Við munum sjá gríðarlegan fjölda trjáa falla á morgun og margt fólk verður án rafmagns,“ segir Leonard í samtali við The Irish Times. Mesta óveður í Írlandi hingað til, samkvæmt Guardian, var í september árið 1961 þegar fellibylurinn Debbie reið yfir landið. Átján manns létust í Írlandi vegna bylsins og sex í Norður-Írlandi. Að sögn Einar Sveinbjarnarsonar, veðurfræðings, gætu eldingar sem slógu niður hérlendis tengst óveðrinu „með óbeinum hætti.“ Ísland ætti hins vegar að sleppa við alla vinda frá Éowyn.
Írland Bretland Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Fleiri fréttir Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Sjá meira