Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:16 Hilmar Þór Hilmarsson segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli. Óhljóðin frá sprengjuregni á Gasa hefur vikið fyrir friði og ró eftir að vopnahlé tók gildi í gær og í morgun hefur fjöldi Palestínumanna, sem var í haldi Ísraelsmanna, snúið aftur til Gasa en svæðið er því sem næst rústir einar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir palestínskri konu, Söfuu Mahmoud, sem búið hefur í tjaldi með systrum sínum og föður í Khan Younis í marga mánuði, að henni hafi fundist nær óraunverulegt að hafa fengið óslitinn nætursvefn og frið frá sprengjum. Þrátt fyrir eyðilegginguna á Gasa sé það gríðarlega þýðingamikið að upplifa kyrrðina og hamingjuna um stund. En orðið um stund er lykilorð í þessu samhengi því Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í Háskolanum á Akureyri segir að það sé alls óvíst hvað taki við að loknu vopnahléi. Bandaríkin skipti gríðarlega miklu máli í alþjóðakerfinu. „Donald Trump er náttúrulega að taka við embætti í dag og hann stendur frammi fyrir mjög erfiðum málum. Úkraínumálið er enn óleyst og það eru vandamál í samskiptum við Kína þess vegna skiptir miklu máli fyrir hann að það sé einhvers staðar árangur.“ Trump hafi fagnað ákaft samkomulagi um vopnahlé á Gasa. „Auðvitað skiptir það máli og manni skilst að Trump hafi beitt Netanyahu töluverðum þrýstingi að koma á einhvers konar samkomulagi þannig að það sé hægt að koma hjálpargögnum á Gasasvæðið og hægt að frelsa eitthvað af þessum gíslum og fangar frá Gasasvæðinu þeir komist heim til sín aftur.“ Hilmar segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Það séu gríðarlega flókin viðfangsefni framundan og ekki víst að framtíðin verði friðvænleg í Mið-Austurlöndum í bráð. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að leysa þetta mál en Netanyahu talaði um að gera út af við Hamas, Hamas er ennþá lifandi sem samtök, ef við skoðum Hesbollah í Líbanon sem líka hefur verið í átökum við Ísraela, það er ennþá til og Hútar í Jemen eru ennþá til og það er slæmt samband milli Íran og Ísrael líka sem gæti leitt til átaka og auðvitað er þetta vopnahlé skref í rétta átt, en þetta er ekki nein varanleg lausn til að það verði varanlegur friður milli Ísrael og Palestínumanna.“ Ísrael Palestína Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Óhljóðin frá sprengjuregni á Gasa hefur vikið fyrir friði og ró eftir að vopnahlé tók gildi í gær og í morgun hefur fjöldi Palestínumanna, sem var í haldi Ísraelsmanna, snúið aftur til Gasa en svæðið er því sem næst rústir einar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir palestínskri konu, Söfuu Mahmoud, sem búið hefur í tjaldi með systrum sínum og föður í Khan Younis í marga mánuði, að henni hafi fundist nær óraunverulegt að hafa fengið óslitinn nætursvefn og frið frá sprengjum. Þrátt fyrir eyðilegginguna á Gasa sé það gríðarlega þýðingamikið að upplifa kyrrðina og hamingjuna um stund. En orðið um stund er lykilorð í þessu samhengi því Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í Háskolanum á Akureyri segir að það sé alls óvíst hvað taki við að loknu vopnahléi. Bandaríkin skipti gríðarlega miklu máli í alþjóðakerfinu. „Donald Trump er náttúrulega að taka við embætti í dag og hann stendur frammi fyrir mjög erfiðum málum. Úkraínumálið er enn óleyst og það eru vandamál í samskiptum við Kína þess vegna skiptir miklu máli fyrir hann að það sé einhvers staðar árangur.“ Trump hafi fagnað ákaft samkomulagi um vopnahlé á Gasa. „Auðvitað skiptir það máli og manni skilst að Trump hafi beitt Netanyahu töluverðum þrýstingi að koma á einhvers konar samkomulagi þannig að það sé hægt að koma hjálpargögnum á Gasasvæðið og hægt að frelsa eitthvað af þessum gíslum og fangar frá Gasasvæðinu þeir komist heim til sín aftur.“ Hilmar segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Það séu gríðarlega flókin viðfangsefni framundan og ekki víst að framtíðin verði friðvænleg í Mið-Austurlöndum í bráð. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að leysa þetta mál en Netanyahu talaði um að gera út af við Hamas, Hamas er ennþá lifandi sem samtök, ef við skoðum Hesbollah í Líbanon sem líka hefur verið í átökum við Ísraela, það er ennþá til og Hútar í Jemen eru ennþá til og það er slæmt samband milli Íran og Ísrael líka sem gæti leitt til átaka og auðvitað er þetta vopnahlé skref í rétta átt, en þetta er ekki nein varanleg lausn til að það verði varanlegur friður milli Ísrael og Palestínumanna.“
Ísrael Palestína Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00
Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40
Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent