Níutíu Palestínumenn látnir lausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2025 06:40 Meðal þeirra sem látnir voru lausir úr Ofer fangelsinu var nokkur fjöldi ungs fólks. Getty/Anadolu/Issam Rimawi Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Þúsundir tóku á móti hinum frelsuðu, veifandi fánum Palestínu og Hamas. Meðal þeirra voru mæður, feður og vinir sem höfðu beðið í margar klukkustundir eftir að fangarnir yrðu látnir lausir. Virtist fólk láta sér það í léttu rúmi liggja þótt yfirvöld í Ísrael hefðu sagst ekki myndu líða fagnaðarlæti við lausn fanganna. „Ég er mjög glöð! Þökk sé guði að ég er laus. Þeir fóru afar illa með mig í fangelsinu. Það var hræðilegt,“ sagði Shatha Jarabaa, 24 ára, í samtali við Guardian. Hún var handtekinn vegna færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún gagnrýndi hörku Ísraelsmanna á Gasa. Beðið eftir lausn fanganna.Getty/Anadolu/Issam Rimawi Faðir Jarabaa sagðist glaður en ekki of glaður. Dóttir hans hefði verið handtekin fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar og sannleikurinn væri sá að þessa framgöngu Ísraelsmanna mætti ekki aðeins rekja til árása Hamas 7. október 2023, heldur hefðu þeir alltaf hegðað sér svona gagnvart Palestínumönnum. Annar faðir, Osama Shadeh, sagðist vera að bíða eftir sautján ára dóttur sinni. Hún hefði skotin í fótinn og handtekinn þar sem hún var að mótmæla því að verið væri að drepa börn á Gasa. Guardian hefur eftir heimildarmanni í Egyptalandi að um 260 flutningabifreiðar fullar af neyðargögnum og sextán eldsneytisflutningabifreiðar hefðu ekið inn á Gasa í gegnum Kerem Shalom landamærin. Þá hafa þúsundir íbúa Gasa á vergangi hafið heimför. „Við erum loksins heima. Það er ekkert heimili eftir, bara rústir, en þetta er heimilið okkar,“ sagði Rana Mohsen, 43 ára, í Jabalia. Talið er að um níu af hverjum tíu heimilum á Gasa séu rústir einar eftir árásir Ísraelsmanna, auk verslana, skóla, sjúkrahúsa og moska. Annar áfangi vopnahlésins sem Ísraelsmenn og Hamas hafa undirritað kveður á um lausn allar þeirra gísla sem enn eru á lífi gegn lausn fjölda palestínskra fanga. Þá munu Ísraelsmenn draga sig alfarið frá Gasa. Hvernig þessu verður háttað er þó óljóst og háð viðræðum sem hefjast eftir tvær vikur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira