Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2025 19:23 Dagurinn var átakanlegur fyrir marga. AP/Oded Balilty Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sést hvernig Palestínumenn fagna þegar bílar með neyðarbirgðum aka inn fyrir landamæri Gasa. Vopnahléið átti að hefjast klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í morgun en hófst ekki fyrr en rúmlega níu þar sem Hamas liðar drógu það að afhenda ísraelskum stjórnvöldum lista af nöfnum þeirra gísla sem Hamas hafa haft í haldi. Mikil fórn fyrir Ísrael Fljótlega eftir að vopnahlé hófst streymdu bílar með neyðargögnum inn á Gasasvæðið. Hamas liðar eiga samkvæmt samkomulaginu að sleppa fjölda gísla úr haldi gegn því að Ísraelsmenn sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. „Rammaáætlunin um lausn gíslanna felur í sér miklar fórnir fyrir Ísrael. Hvers kyns samkomulag við hryðjuverkasamtökin er okkur þungbært. Það er dýru verði keypt og áhættusamt að sleppa hryðjuverkamönnum úr fangelskum okkar,“ sagði Gideon Saar, utanríkisráðherra Ísrael. Palestínumenn sem hafa verið á vergangi undanfarna fimmtán mánuði snéru í morgun til síns heima en flestir komu að mikilli eyðileggingu eftir árásir Ísraelsmanna. Mikil ringulreið þegar konunum var sleppt úr haldi Það var svo um klukkan þrjú í dag sem fyrstu gíslum var sleppt úr haldi Hamas. Þessum þremur konum sem hafa verið í haldi samtakanna frá 7. október 2023. Mikil ringulreið myndaðist þegar hópur fólks safnaðist saman fyrir utan bíl sem flutti konurnar af gasasvæðinu og á sjúkrahús í Ísrael. Fjölskyldur kvennanna fögnuðu fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar ljóst var að konurnar væru komnar í öruggt skjól. Óttast um son sinn Fjórum gíslum til viðbótar verður sleppt eftir viku, haldist friður milli aðila. Móðir eins þeirra segist óttast að ekki verði staðið við gefin loforð. „Ég gleðst innilega með fjölskyldunum sem munu fá ástvini sína heim. En ég hef áhyggjur af því að okkur takist ekki að ná næsta áfanga svo syni okkar verði líka sleppt úr haldi,“ sagði Herut Nimrodi, móðir Tamir Nimrodi.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19 Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01 Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. 19. janúar 2025 07:19
Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. 18. janúar 2025 19:01
Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag. 18. janúar 2025 08:26