Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. janúar 2025 19:02 Trump hefur fullvissað eigendur Tiktok um að nýju lögunum verði ekki framfylgt í dag, og að forsetatilskipun muni fresta gildistöku þeirra strax á morgun. AP Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Tiktok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum á miðnætti í gærkvöld og milljónir notenda komust ekki inn á forritið í dag. Lögunum var ætlað að þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi miðilsins í Bandaríkjunum, annars þyrfti að banna hann. Donald Trump sagði í gær að allar líkur væru á því að hann myndi fresta gildistöku laganna um 90 daga þegar hann tæki við embætti forseta. Joe Biden hafði þá sagt að hann myndi ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hans síðasta degi í embætti. Eigendur Tiktok sáu sig eftir sem áður tilneydda til að loka forritinu í dag þegar lögin tóku gildi, en þau sögðu ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki hafa sýnt fram á það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum. Vill að helmingur sé í bandarískri eigu Donald Trump sagði í færslu á Truth Social í dag að hann hefði beðið fyrirtæki um að opna aftur fyrir Tiktok. Hann muni gefa út forsetatilskipun strax á morgun sem muni fresta gildistöku laganna. Þannig muni gefast tími til samningagerðar, bandarískra hagsmuna til heilla. Þá sagðist hann vilja að Bandaríkin ættu 50 prósent eignarhluta í Tiktok, í sameiginlegu vekrkefni. „Með því að gera þetta höldum við Tiktok í góðum höndum og leyfum því að starfa áfram. Án samþykkis frá Bandaríkjunum er ekkert Tiktok,“ sagði Trump. Hann greinir frá því að í fyrstu hugmyndum að samningum felist 50 eignarhald Bandaríkjamanna gegn ýmist núverandi eigendum eða nýjum.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Donald Trump Tengdar fréttir Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Sjá meira
Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. 17. janúar 2025 15:41