Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 19:44 Donald Trump segir miklar líkur á því að eigendum Tiktok verði gefinn 90 daga frestur til að selja fyrirtækið. Getty Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir. Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lögin síðasta vor, en á þeim tíma nutu þau mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af Tiktok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Donald Trump studdi það að banna Tiktok í Bandaríkjunum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að lögin sem samþykkt voru síðasta vor væru lögleg, og bannið muni því taka gildi á morgun sunnudag. Biden hefur sagst ekkert ætla aðhafast í málinu og ákvörðunin verði því á höndum Trump. Í viðtali við CNN í gær sagði hann að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. „Mjög líklegt“ að veittur verði 90 daga frestur Í viðtali við NBC í dag sagði Trump verulegar líkur á því að gildistöku laganna verði frestað um að minnsta kosti 90 daga. Hann hafi eftir sem áður ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Eigendur Tiktok hefðu þá 90 daga til viðbótar til að selja miðilinn til eigenda utan Kína, ellegar sæta banni. „Það er klárlega valkostur sem við horfum til. Níutíu daga framlengingin er eitthvað sem verður að öllum líkindum niðurstaðan, hún er viðeigandi. Þú veist, hún er viðeigandi. Við þurfum að horfa á þetta varlega, þetta er mjög stórt ástand,“ sagði Trump. „Ef þetta verður ákvörðunin mun ég tilkynna um hana á mánudaginn.“ Óvíst hvað gerist á morgun Þrátt fyrir að Biden og ríkisstjórn hans hafi ítrekað lýst því yfir að þau muni ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hafa eigendur Tiktok ekki viljað treysta því að lögunum verði ekki framfylgt. Í yfirlýsingu frá teymi Tiktok var sagt að ríkisstjórninni hefði mistekist að útskýra það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum, sem taka gildi á morgun. Þess vegna séu þau tilneydd til að loka fyrir Tiktok í Bandaríkjunum strax á morgun. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna eru með Tiktok í sínum tækjum. Statement on Possible ShutdownThe statements issued today by both the Biden White House and the Department of Justice have failed to provide the necessary clarity and assurance to the service providers that are integral to maintaining TikTok's availability to over 170 million…— TikTok Policy (@TikTokPolicy) January 18, 2025 Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Kína Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lögin síðasta vor, en á þeim tíma nutu þau mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af Tiktok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Donald Trump studdi það að banna Tiktok í Bandaríkjunum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að lögin sem samþykkt voru síðasta vor væru lögleg, og bannið muni því taka gildi á morgun sunnudag. Biden hefur sagst ekkert ætla aðhafast í málinu og ákvörðunin verði því á höndum Trump. Í viðtali við CNN í gær sagði hann að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. „Mjög líklegt“ að veittur verði 90 daga frestur Í viðtali við NBC í dag sagði Trump verulegar líkur á því að gildistöku laganna verði frestað um að minnsta kosti 90 daga. Hann hafi eftir sem áður ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Eigendur Tiktok hefðu þá 90 daga til viðbótar til að selja miðilinn til eigenda utan Kína, ellegar sæta banni. „Það er klárlega valkostur sem við horfum til. Níutíu daga framlengingin er eitthvað sem verður að öllum líkindum niðurstaðan, hún er viðeigandi. Þú veist, hún er viðeigandi. Við þurfum að horfa á þetta varlega, þetta er mjög stórt ástand,“ sagði Trump. „Ef þetta verður ákvörðunin mun ég tilkynna um hana á mánudaginn.“ Óvíst hvað gerist á morgun Þrátt fyrir að Biden og ríkisstjórn hans hafi ítrekað lýst því yfir að þau muni ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hafa eigendur Tiktok ekki viljað treysta því að lögunum verði ekki framfylgt. Í yfirlýsingu frá teymi Tiktok var sagt að ríkisstjórninni hefði mistekist að útskýra það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum, sem taka gildi á morgun. Þess vegna séu þau tilneydd til að loka fyrir Tiktok í Bandaríkjunum strax á morgun. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna eru með Tiktok í sínum tækjum. Statement on Possible ShutdownThe statements issued today by both the Biden White House and the Department of Justice have failed to provide the necessary clarity and assurance to the service providers that are integral to maintaining TikTok's availability to over 170 million…— TikTok Policy (@TikTokPolicy) January 18, 2025
Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Kína Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira