Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2025 15:41 Frá útibúi TikTok í Kaliforníu. AP/Damian Dovarganes Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja. Yfirvöld í Kína hafa einnig sagst mótfallin því að TikTok verði selt. Donald Trump hefur þó ekki gefið upp hvort hann muni framfylgja banninu og segir að það muni verða ljóst á næstu dögum. Vörðust á grunni málfrelsis Eigendur TikTok, ByteDance, höfðu haldið því fram að lögin væru ólögleg á grunni ákvæðis stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi en allir níu dómarar Hæstaréttar voru ósammála því. Ákvörðunin gæti markað endalok samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum en það er þó ekki fullvíst. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok en forritið mun ekki hverfa úr símum þessa fólks á sunnudaginn en nýir notendur geta ekki sótt það og það verður ekki uppfært. Að endingu er búist við því að forritið verði ónothæft í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lögin síðasta vor en þau nutu mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Biden hefur nú sagt að hann muni ekki framfylgja lögunum á sunnudaginn, sem er hans síðasti dagur í embætti forseta. Ákvörðunin verður því á höndum Donalds Trump. Heldur spilunum þétt að sér Hann studdi upprunalega það að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur í fyrra, nokkrum dögum eftir að íhaldssami auðjöfurinn Jeff Yass heimsótti hann í Flórída. Yass var þá hluthafi í TikTok. Sjá einnig: Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Trump hefur þar að auki notið töluverðra vinsælda á TikTok en þar á hann um 14,7 milljónir fylgjenda. Þegar fréttakona CNN náði af honum tali skömmu eftir að úrskurður Hæstaréttar var birtur sagði Trump að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. Hann sagði ekki hver sú ákvörðun yrði. Lögin segja til um að hægt sé að fresta framfylgd þeirra í níutíu daga. Samkvæmt lögunum yrði því ákvæði þó að vera beitt áður en bannið tekur gildi á sunnudaginn en það getur Trump ekki gert því hann tekur ekki embætti fyrr en á mánudag. Ræddi við Xi um TikTok Skömmu áður en úrskurðurinn var birtur sagði Trump frá því að hann hefði rætt við Xi Jinping, forseta Kína, og að TikTok hefði verið meðal umræðuefna. Hann sagði símtalið hafa verið mjög jákvætt og býst hann við því að hann og Xi muni „leysa mörg vandamál“ saman. Í kjölfarið birti hann svo færslu á Truth Social þar sem hann sagði alla þurfa að fylgja úrskurði Hæstaréttar. Ákvörðun hans muni liggja fyrir á næstunni en hann þurfi tíma til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt frétt New York Times kemur fram í úrskurði Hæstaréttar að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi afhent dómurum leynilegar upplýsingar um samfélagsmiðilinn en að þær hafi ekki verið notaðar. Neil Gorsuch, skrifaði í úrskurðinn að hann væri ánægður með að gögnin hafi ekki verið notuð. Það væri ekki eðlilegt að nota leynilegar upplýsingar við mál sem þessi, þar sem lögmenn TikTok þyrftu að fá að bregðast við málflutningi yfirvalda. Bandaríkin Kína TikTok Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10 TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14 Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa einnig sagst mótfallin því að TikTok verði selt. Donald Trump hefur þó ekki gefið upp hvort hann muni framfylgja banninu og segir að það muni verða ljóst á næstu dögum. Vörðust á grunni málfrelsis Eigendur TikTok, ByteDance, höfðu haldið því fram að lögin væru ólögleg á grunni ákvæðis stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi en allir níu dómarar Hæstaréttar voru ósammála því. Ákvörðunin gæti markað endalok samfélagsmiðilsins vinsæla í Bandaríkjunum en það er þó ekki fullvíst. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota TikTok en forritið mun ekki hverfa úr símum þessa fólks á sunnudaginn en nýir notendur geta ekki sótt það og það verður ekki uppfært. Að endingu er búist við því að forritið verði ónothæft í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, skrifaði undir lögin síðasta vor en þau nutu mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af TikTok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur gegn fyrirtækjum þar. Gefi yfirvöld í Kína fyrirtækjum eins og TikTok skipanir um að afhenda viðkvæmar upplýsingar um notendur eða dreifa áróðri, sé ómögulegt fyrir forsvarsmenn kínverskra fyrirtækja að verða ekki við þeim kröfum. Biden hefur nú sagt að hann muni ekki framfylgja lögunum á sunnudaginn, sem er hans síðasti dagur í embætti forseta. Ákvörðunin verður því á höndum Donalds Trump. Heldur spilunum þétt að sér Hann studdi upprunalega það að banna TikTok í Bandaríkjunum en snerist hugur í fyrra, nokkrum dögum eftir að íhaldssami auðjöfurinn Jeff Yass heimsótti hann í Flórída. Yass var þá hluthafi í TikTok. Sjá einnig: Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Trump hefur þar að auki notið töluverðra vinsælda á TikTok en þar á hann um 14,7 milljónir fylgjenda. Þegar fréttakona CNN náði af honum tali skömmu eftir að úrskurður Hæstaréttar var birtur sagði Trump að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. Hann sagði ekki hver sú ákvörðun yrði. Lögin segja til um að hægt sé að fresta framfylgd þeirra í níutíu daga. Samkvæmt lögunum yrði því ákvæði þó að vera beitt áður en bannið tekur gildi á sunnudaginn en það getur Trump ekki gert því hann tekur ekki embætti fyrr en á mánudag. Ræddi við Xi um TikTok Skömmu áður en úrskurðurinn var birtur sagði Trump frá því að hann hefði rætt við Xi Jinping, forseta Kína, og að TikTok hefði verið meðal umræðuefna. Hann sagði símtalið hafa verið mjög jákvætt og býst hann við því að hann og Xi muni „leysa mörg vandamál“ saman. Í kjölfarið birti hann svo færslu á Truth Social þar sem hann sagði alla þurfa að fylgja úrskurði Hæstaréttar. Ákvörðun hans muni liggja fyrir á næstunni en hann þurfi tíma til að fara yfir stöðuna. Samkvæmt frétt New York Times kemur fram í úrskurði Hæstaréttar að yfirvöld í Bandaríkjunum hafi afhent dómurum leynilegar upplýsingar um samfélagsmiðilinn en að þær hafi ekki verið notaðar. Neil Gorsuch, skrifaði í úrskurðinn að hann væri ánægður með að gögnin hafi ekki verið notuð. Það væri ekki eðlilegt að nota leynilegar upplýsingar við mál sem þessi, þar sem lögmenn TikTok þyrftu að fá að bregðast við málflutningi yfirvalda.
Bandaríkin Kína TikTok Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10 TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14 Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu Sjá meira
Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. 14. janúar 2025 07:10
TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. 18. desember 2024 21:14
Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum varðandi lög sem voru sett til að loka miðlinum vestanhafs. Stefnir því allt í að lokað verður fyrir miðilinn í Bandaríkjunum og virðist fátt geta komið í veg fyrir það. 6. desember 2024 23:41