Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 16:01 Oscar Jenkins er sagður hafa verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Forsætisráðherra Ástralíu hefur hótað hörðum viðbrögðum, reynist það satt. Skjáskot/AP Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember. Þá birtu rússneskir hermenn myndband á netinu sem sýndi Jenkins bundinn. Verið var að yfirheyra hann og mátti sjá rússneskan hermenn berja hann á myndbandinu. Síðan þá hefur ekkert frést af Jenkins og hafa fregnir borist af því að hann hafi verið drepinn af rússneskum hermönnum. Ríkisútvarp Ástralíu sagði nýverið frá því að vinir Jenkins í Úkraínu væru sannfærðir um að hann og þrír eða fjórir félagar hans hafi verið drepnir skömmu eftir að þeir voru handsamaðir. Einn bandarískur maður sem barðist með Jenkins sagðist hafa séð mynd af líki hans og að hann hefði borið kennsl á það vegna húðflúrs sem Ástralinn var með á hendinni. Bíða eftir staðreyndum Albanese segir dauða Jenkins ekki hafa verið staðfestan og að erindrekar Ástralíu séu að reyna að komast til botns í málinu. Hann hefur kallað eftir svörum frá yfirvöldum í Rússlandi. „Við munum bíða eftir staðreyndum. En ef Oscar Jenkins hefur hlotið einhvern skaða, er það forkastanlegt og ástralska ríkisstjórnin mun grípa til hörðustu mögulegu aðgerða,“ sagði Albanese við blaðamenn í gær. Hann sagði ekkert um það hvernig aðgerðir um væri að ræða. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC News frá því í gær. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að mögulega gætu Ástralar kallað sendiherra sinn í Rússlandi heim og rekið rússneska sendiherrann aftur til Rússlands. Það hefur Peter Dutton, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu, sem gæti orðið forsætisráðherra eftir kosningar í maí, lagt til. Að minnsta kosti sjö Ástralar hafa fallið í átökum í Úkraínu, þar sem þeir hafa barist með Úkraínumönnum. Jenkins er þó sá eini sem talinn er hafa verið tekinn af lífi eftir að hafa verið handsamaður. Þá hafði hann enga reynslu af hernaði áður en hann fór til Úkraínu en hann var 32 ára gamall og starfaði sem kennari áður en hann gekk til liðs við alþjóðlegu hersveitina svokölluðu í Úkraínu, samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarps Ástralíu. Sífellt fleiri aftökur Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana en þessi myndbönd hafa meðal annars sýnt þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Aftökum þessum virðist hafa fjölgað verulega á undanförnum mánuðum og hafa Úkraínumenn haldið því fram að þær séu kerfisbundnar. Að hermönnum hafi verið skipað að taka úkraínska stríðsfanga af lífi eða það sé að minnsta kosti liðið af yfirmönnum rússneska hersins. Í lok síðasta árs sögðust embættismenn í Úkraínu vita til þess að að minnsta kosti 147 úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af rússneskum hermönnum frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Þar af voru 127 teknir af lífi í fyrra. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum. Ástralía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Þá birtu rússneskir hermenn myndband á netinu sem sýndi Jenkins bundinn. Verið var að yfirheyra hann og mátti sjá rússneskan hermenn berja hann á myndbandinu. Síðan þá hefur ekkert frést af Jenkins og hafa fregnir borist af því að hann hafi verið drepinn af rússneskum hermönnum. Ríkisútvarp Ástralíu sagði nýverið frá því að vinir Jenkins í Úkraínu væru sannfærðir um að hann og þrír eða fjórir félagar hans hafi verið drepnir skömmu eftir að þeir voru handsamaðir. Einn bandarískur maður sem barðist með Jenkins sagðist hafa séð mynd af líki hans og að hann hefði borið kennsl á það vegna húðflúrs sem Ástralinn var með á hendinni. Bíða eftir staðreyndum Albanese segir dauða Jenkins ekki hafa verið staðfestan og að erindrekar Ástralíu séu að reyna að komast til botns í málinu. Hann hefur kallað eftir svörum frá yfirvöldum í Rússlandi. „Við munum bíða eftir staðreyndum. En ef Oscar Jenkins hefur hlotið einhvern skaða, er það forkastanlegt og ástralska ríkisstjórnin mun grípa til hörðustu mögulegu aðgerða,“ sagði Albanese við blaðamenn í gær. Hann sagði ekkert um það hvernig aðgerðir um væri að ræða. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC News frá því í gær. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að mögulega gætu Ástralar kallað sendiherra sinn í Rússlandi heim og rekið rússneska sendiherrann aftur til Rússlands. Það hefur Peter Dutton, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ástralíu, sem gæti orðið forsætisráðherra eftir kosningar í maí, lagt til. Að minnsta kosti sjö Ástralar hafa fallið í átökum í Úkraínu, þar sem þeir hafa barist með Úkraínumönnum. Jenkins er þó sá eini sem talinn er hafa verið tekinn af lífi eftir að hafa verið handsamaður. Þá hafði hann enga reynslu af hernaði áður en hann fór til Úkraínu en hann var 32 ára gamall og starfaði sem kennari áður en hann gekk til liðs við alþjóðlegu hersveitina svokölluðu í Úkraínu, samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarps Ástralíu. Sífellt fleiri aftökur Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafa rússneskir hermenn ítrekað birt myndir og myndbönd af aftökum á úkraínskum hermönnum. Flestir hafa verið skotnir til bana en þessi myndbönd hafa meðal annars sýnt þegar rússneskur hermaður skar undan bundnum úkraínskum hermanni og skaut hann svo í höfuðið. Öðru sinni birtu rússneskir hermenn myndband af því þegar þeir skáru höfuðið af lifandi úkraínskum hermanni. Sjá einnig: Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Aftökum þessum virðist hafa fjölgað verulega á undanförnum mánuðum og hafa Úkraínumenn haldið því fram að þær séu kerfisbundnar. Að hermönnum hafi verið skipað að taka úkraínska stríðsfanga af lífi eða það sé að minnsta kosti liðið af yfirmönnum rússneska hersins. Í lok síðasta árs sögðust embættismenn í Úkraínu vita til þess að að minnsta kosti 147 úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af rússneskum hermönnum frá því innrás Rússa hófst í febrúar 2022. Þar af voru 127 teknir af lífi í fyrra. Ekki er vitað til þess að rússneskum hermönnum hafi verið refsað fyrir aftökur á úkraínskum stríðsföngum.
Ástralía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent