Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2025 06:47 Biden varaði við því í gær að fáveldi væri í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti kvaddi Bandaríkjamenn í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær og varaði meðal annars við því að fáveldi (e. oligarchy) væri í uppsiglingu. „Í dag er fáveldi gríðarlegs auðs, valds og áhrifa að verða til í Bandaríkjunum, sem ógnar lýðræðinu, grundvallar réttindum okkar og frelsi og sanngjörnum tækifærum til handa öllum til þess að komast áfram,“ sagði forsetinn. Biden var án efa að vísa til þess að fjöldi auðmanna hefur á síðustu vikum og mánuðum fylkt sér að baki Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta, en NBC greindi til að mynda frá því í gær að Elon Musk, eigandi X og Tesla, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, yrðu viðstaddir innsetningarathöfn Trump og myndu sitja saman, nærri forsetanum. Musk studdi Trump fjárhagslega í kosningabaráttunni og bæði Bezos og Zuckerberg gáfu milljón dollara í sérstakan sjóð til að fjármagna innsetningarathöfnina. Í ávarpi sínu sagði Biden að Bandaríkjamenn væru að fara undir í flóði upplýsingaóreiðu, sem auðveldaði valdhöfum að misnota vald sitt. Forsetinn hvatti þjóðina til að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli og láta til sín taka, meðal annars í loftslagsmálum. „Hin áhrifamiklu öfl vilja beita óheftu valdi sínu til að vinda ofan af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til til að takast á við loftslagsvandann, til að þjóna þeirra eigin ásókn í völd og hagnað. Við megum ekki láta kúga okkur til þess að fórna framtíðinni, framtíð barnanna okkar og barnabarna. Við verðum að horfa fram á við og ýta fastar.“ Biden kallaði einnig eftir því að forsetaembættinu væru sett mörk og sagði að forsetinn mætti ekki verða ónæmur gagnvart réttlætinu ef hann gerðist brotlegur í starfi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Samfélagsmiðlar Amazon Meta X (Twitter) Elon Musk Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Sjá meira
„Í dag er fáveldi gríðarlegs auðs, valds og áhrifa að verða til í Bandaríkjunum, sem ógnar lýðræðinu, grundvallar réttindum okkar og frelsi og sanngjörnum tækifærum til handa öllum til þess að komast áfram,“ sagði forsetinn. Biden var án efa að vísa til þess að fjöldi auðmanna hefur á síðustu vikum og mánuðum fylkt sér að baki Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta, en NBC greindi til að mynda frá því í gær að Elon Musk, eigandi X og Tesla, Jeff Bezos, stofnandi Amazon, og Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, yrðu viðstaddir innsetningarathöfn Trump og myndu sitja saman, nærri forsetanum. Musk studdi Trump fjárhagslega í kosningabaráttunni og bæði Bezos og Zuckerberg gáfu milljón dollara í sérstakan sjóð til að fjármagna innsetningarathöfnina. Í ávarpi sínu sagði Biden að Bandaríkjamenn væru að fara undir í flóði upplýsingaóreiðu, sem auðveldaði valdhöfum að misnota vald sitt. Forsetinn hvatti þjóðina til að taka þátt í hinu lýðræðislega ferli og láta til sín taka, meðal annars í loftslagsmálum. „Hin áhrifamiklu öfl vilja beita óheftu valdi sínu til að vinda ofan af þeim aðgerðum sem við höfum gripið til til að takast á við loftslagsvandann, til að þjóna þeirra eigin ásókn í völd og hagnað. Við megum ekki láta kúga okkur til þess að fórna framtíðinni, framtíð barnanna okkar og barnabarna. Við verðum að horfa fram á við og ýta fastar.“ Biden kallaði einnig eftir því að forsetaembættinu væru sett mörk og sagði að forsetinn mætti ekki verða ónæmur gagnvart réttlætinu ef hann gerðist brotlegur í starfi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Samfélagsmiðlar Amazon Meta X (Twitter) Elon Musk Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Sjá meira