Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 10:52 Ben Gvir og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, á ísraelska þinginu í vetur. EPA/ABIR SULTAN Ben Gvir, fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael, viðurkenndi á myndbandi að hann hefði ítrekað komið í veg fyrir frið á Gasaströndinni á undanförnu ári. Í myndbandinu sagðist hann ætla að yfirgefa ríkisstjórn Ísraels, ef friðarsamkomulag yrði gert við Hamas-samtökin. Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Hvatti hann Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra, til að yfirgefa einnig ríkisstjórnina. Gvir sagðist, í færslu á X, hafa ítrekað stöðvað fyrri friðarviðræður með sambærilegum hótunum en nú væru fleiri flokkar komnir inn í stjórnarsamstarfið og hann hefði ekki lengur vald til að binda enda á ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Hann segir að samkomulag við Hamas fæli í sér uppgjöf eftir rúmlega árs átök og dauða rúmlega fjögur hundruð hermanna. Stöðva þyrfti samkomulag, sem þykir líklegt á næstunni, svo dauði þeirra yrði ekki til einskis. Hann segist einnig kalla eftir því að mannúðaraðstoð til Gasa verði alfarið stöðvuð og lokað verði á aðgengi íbúa að eldsneyti, rafmagni og vatni, þar til búið verði að sigra Hamas að fullu. Smotrich sagðist i myndbandinu vera mótfallinn samkomulagi við Hamas, samkvæmt frétt Reuters, en hótaði því ekki að yfirgefa ríkisstjórnina. Samkvæmt fréttaveitunni er búist við því að meirihluti þingamanna styðji samkomulag um að binda enda á átökin á Gasa í skiptum fyrir það að gíslum verði sleppt úr haldi. Í frétt Times of Israel segir að færsla Gvir hafi vakið hörð viðbrögð í Ísrael og þá sérstaklega meðal fjölskyldna fólks sem hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasaströndinni. Miðillinn hefur eftir ættingja Carmel Gat, konu sem lést í haldi Hamas, að ef Gvir hefði ekki komið í veg fyrir frið gæti Gat verið á lífi í dag. Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sagði í morgun að ummæli Gvir sönnuðu að ríkisstjórn Netanjahú hefði ekki gert frið af pólitískum ástæðum. Hann sagðist hafa haldið þessu fram í ár og að fólk hefði ekki viljað trúa honum. Hið rétta hefði nú komið í ljós og lýsti Lapid yfir hneykslun sinni. Viðræður sagðar á lokastigi Viðræður hafa átt sér stað í Katar að undanförnu en utanríkisráðuneyti ríkisins lýsti því yfir rétt fyrir klukkan ellefu í morgun að þær væru á lokastigi og búist væri við því að samkomulag yrði brátt tilkynnt. Í Katar hafa erindrekar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar reynt að miðla milli Ísraela og Hamas. Times of Israel sagði einnig frá því í morgun að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump gagnvart Mið-Austurlöndum, hefði nýverið átt spennuþrunginn fund með Netanjahú. Þar hafi Witkoff þrýst mjög á ísraelska forsætisráðherrann að sætta sig við málamiðlanir og gera samkomulag við Hamas fyrir embættistöku Trumps þann 20. janúar. Þessi fundur var á laugardaginn og segja heimildarmenn TOI að þessi þrýstingur virðist hafa borið árangur. Mikill árangur hafi náðst í viðræðunum í Katar eftir fund Netanjahú og Witkoff. Heimildarmaður Reuters úr röðum Palestínumanna segir að samkomulag gæti mögulega verið opinberað seinna í dag. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn liggja í valnum vegna árása Ísraela.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04 Mest lesið Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. 14. janúar 2025 00:04